Viðskipti erlent

Skipti Matadorpeningum fyrir danskar krónur

Rúmlega sextugri konu í Svendborg í Danmörku tókst nýlega að skipta Matadorpeningum yfir í raunverulegar danskar krónur.

Sú gamla gekk inn í Nordea bankann í borginni og var svo heppin að lenda á ungum og óreyndum gjaldkera. Bað hún hann um að skipta tveimur 1000 kr. sænskum Matadorseðlum fyrir sig í danskar kr. og fékk hún 1.400 dkr. í sinn hlut.

Þessi árangur steig svo heldur betur til höfuð þeirri gömlu sem var komin aftur í bankann að vörmu spori með 8.000 sænskar Matadorkrónur sem hún vildi einnig skipta.

Nú var reyndari gjaldkeri kominn til sögunnar og hringdi hann á lögregluna sem kom og tók skýrslu af konunni. Hún á yfir höfði sér ákæru fyrir peningafals.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×