Terry veitir Drogba stuðning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2009 09:53 Didier Drogba lætur norska dómarann heyra það í gær. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti