Terry veitir Drogba stuðning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2009 09:53 Didier Drogba lætur norska dómarann heyra það í gær. Nordic Photos / Getty Images John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira
John Terry segir viðbrögð Didier Drogba eftir leik Chelsea og Barcelona í gær vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í gær sem þýddi að Börsungar leika til úrslita í Meistaradeildinni þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. Chelsea komst snemma yfir með marki Michael Essien en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Börsunga í uppbótartíma. Í millitíðinni vildi Chelsea fá vítaspyrnu dæmda minnst fjórum sinnum en dómarinn, Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø, lét ekki segjast. Eftir að leiknum lauk hópuðust leikmenn Chelsea í kringum dómarann og Drogba gekk hvað lengst. Hann lét Øvrebø heyra það, sneri sér svo að myndavélinni og sagði framgöngu hans hneyksli. Svo gæti farið að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Drogba fyrir framkomu sína en John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði hana skiljanlega. „Ég styð Didier heilshugar," sagði Terry. „Maðurinn vill vinna. Hann spilaði af mikilli ástríðu í leiknum og tilfinningarnar voru svo miklar eftir leikinn." „Fólk er að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við eins og við gerðpum en sex ákvarðanir dómarans voru okkur í óhag. Allt þetta átti sér stað fyrir framan 40 þúsund áhorfendur." Terry gagnrýndi svo Knattspyrnusamband Evrópu fyrir að setja Øvrebø á svona leik. „Við fengum dómara sem hefur dæmt í tíu leikjum í Meistaradeildinni á hans ferli. Mér finnst það ekki nógu mikið til að hann fái að dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge." Hið rétta er að Øvrebø hefur dæmt 28 Meistaradeildarleiki á ferlinum en það fyrsta dæmdi hann árið 1999. Frank Lampard og Michael Ballack sögðu einnig í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að dómgæslan hefði verið skelfileg og Guus Hiddink, stjóri liðsins, skildi vel viðbrögð leikmanna eftir leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira