Ólöglegt af Roskildebank að lána fyrir hlutum í bankanum 3. mars 2009 16:41 Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira