Það er um fátt annað talað á Spáni í dag en niðurlægingu Real Madrid en liðið tapaði eins og kunnugt er 4-0 fyrir Alcorcon. Líklega mesta niðurlæging í sögu félagsins.
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, skildi ekkert í Real Madrid-liðinu.
„Ég skildi ekkert hvað þeir voru að gera. Ég veit samt ekki hverjum er um að kenna þegar svona fer," sagði Messi en Barcelona mætur Cultural Leonesa í bikarnum og hann segir að Barcelona verði að læra af mistökum Madrid.
„Það sem gerðist í gær sýnir okkur að leikurinn okkar verður ekki auðveldur. Við megum ekki slaka á og gefa færi á okkur gegn minni liðum. Vonandi spilum við vel."