Með vor í brjósti Jónína Michaelsdóttir skrifar 28. apríl 2009 06:00 Nú þegar úrslit alþingiskosninga liggja fyrir má vel taka undir með þeim sem sagði að einsleitnin á löggjafarsamkomunni væri á undanhaldi. Meðal nýrra þingmanna eru skáld og rithöfundar, hagfræðingar, þjóðfræðingur, skipulagsfræðingur, markaðsfræðingur, dýralæknir, bóndi, skipstjóri, og margt fjölmiðlafólk. Ég hefði vel getað hugsað mér iðnaðarmenn í þessum hópi, til dæmis húsasmíðameistara eða múrarameistara. Menn sem eru að gera hlutina, ekki markaðssetja þá, tala um þá eða skrifa um þá, þó að það sé að sjálfsögðu bæði gott og gagnlegt. Úrslit kosninganna eru rökrétt framhald af umróti síðustu mánaða. Maður hlýtur að samgleðjast Steingrími og Jóhönnu, hvar í flokki sem maður stendur. Hvorugt þeirra hefur stundað persónulegar vinsældaveiðar í sinni pólitík. Jóhanna, sem alltaf er sjálfri sér samkvæm, stendur nú í stafni þegar jafnaðarmenn ná þeim áfanga að verða stærsti stjórnmálaflokkur á landinu, og 43 prósent þingmanna eru konur. Ekki er lengur hægt að vísa eingöngu í landsfeður á hátíðarstundum. Nú er komin landsmóðir. Ég sá Steingrím Sigfússon fyrst fyrir mörgum árum á pólitískum kappræðufundi í Sigtúni. Við Ingi R. Helgason sátum saman aftast í salnum og fylgdumst með frammistöðu okkar liða. Steingrímur steig í ræðustól og hóf mál sitt, vígreifur, flóðmælskur, með hnefann á lofti og talaði af meira offorsi en ég hafði áður orðið vitni að. „Hvaða maður er þetta? Er hann galinn?" spurði ég Inga, sem hafði gaman af tilþrifunum hjá sínum manni og sagði mér deili á honum. Löngu síðar sátum við Steingrímur saman í stjórn Ríkisspítalanna í fjögur ár. Sá Steingrímur virtist óskyldur þessum í ræðustólnum. Málefnalegur, kurteis og hreinskiptinn. Einstaklega þægilegur maður. Hann er enn vígreifur í ræðustól, og finnst það greinilega gaman, en Hreyfingin hans er orðin að fjölmennum og sigursælum stjórnmálaflokki. Það er afrek. Lán eða ólánLífið er svo skemmtilega óútreiknanlegt að maður getur aldrei vitað hvort það sem hendir mann er lán eða ólán. Dæmin um þetta eru alls staðar í kringum mann. Uppsögn eða ólán getur snúist upp í að vera það besta sem fyrir mann hefur komið og mannvirðingar eða happ geta gert líf manns mun erfiðara en það hefði annars orðið. Ég er þannig ekki viss um að útkoma Sjálfstæðisflokksins í kosningunum sé vond fyrir flokkinn þegar til lengri tíma er litið. Forystan er sterk og samhent og flokkurinn mun endurnýjast við að hugsa alla hluti upp á nýtt. Frammistaða vinstri stjórnarinnar mun þó ekki aðeins ráða miklu um framtíð vinstri flokkanna, heldur líka Sjálfstæðisflokksins. Allt er í raun í umpólun á vissan hátt. Tími umburðarlyndisÓvissa um alla hluti hefur skapraunað almenningi ómælt. Það er léttir að úrslit kosninga liggja nú fyrir og það verður líka léttir þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa, hvernig sem hún verður. Allir stjórnmálaflokkar hljóta að leggja sitt af mörkum til að óvissu sé eytt á sem flestum sviðum svo að uppbygging í einhverri mynd geti hafist sem fyrst. Og einhvern veginn finnst manni pólitískir andstæðingar ekki fráhverfir því að vinna saman þegar svona mikið liggur við. Sumir virðast að vísu eiga erfitt með að rykkja sér út úr formælingahlutverkinu, en það fer að verða gamaldags. „Nú er tími umburðarlyndis," sagði Ögmundur hjá Agli, og eiginlega er kominn tími til að menn þjóni lund sinni einhvern veginn öðruvísi en með hrakyrðum um þá sem velja aðra slóð en þeir sjálfir. Mergjað orðfæri sem menn halda að upphefji þá, afhjúpar oftast minnimáttarkennd sem reynt er að breiða yfir með því að beina athygli umhverfisins að tilbúnum vanköntum annarra. Næstu mánuðir og ár skera úr um hvernig okkur tekst að vinna úr yfirstandandi hremmingum. Þó að útlitið sé svart er mörgum létt. Tilveran er einhvern veginn meira normal. Við erum miklu nær því sem skiptir máli þegar allt kemur til alls. Við erum nær jörðinni. Það var gaman að sjá stjórnmálaforingjana í lokaþættinum hjá Agli. Menn voru í góðu jafnvægi og virtist líða vel þrátt fyrir svefnleysi og álag. Enda heyrði ég ekki betur en Egill kveddi þá með orðunum: „Vor í öllum brjóstum?" Er það ekki málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Nú þegar úrslit alþingiskosninga liggja fyrir má vel taka undir með þeim sem sagði að einsleitnin á löggjafarsamkomunni væri á undanhaldi. Meðal nýrra þingmanna eru skáld og rithöfundar, hagfræðingar, þjóðfræðingur, skipulagsfræðingur, markaðsfræðingur, dýralæknir, bóndi, skipstjóri, og margt fjölmiðlafólk. Ég hefði vel getað hugsað mér iðnaðarmenn í þessum hópi, til dæmis húsasmíðameistara eða múrarameistara. Menn sem eru að gera hlutina, ekki markaðssetja þá, tala um þá eða skrifa um þá, þó að það sé að sjálfsögðu bæði gott og gagnlegt. Úrslit kosninganna eru rökrétt framhald af umróti síðustu mánaða. Maður hlýtur að samgleðjast Steingrími og Jóhönnu, hvar í flokki sem maður stendur. Hvorugt þeirra hefur stundað persónulegar vinsældaveiðar í sinni pólitík. Jóhanna, sem alltaf er sjálfri sér samkvæm, stendur nú í stafni þegar jafnaðarmenn ná þeim áfanga að verða stærsti stjórnmálaflokkur á landinu, og 43 prósent þingmanna eru konur. Ekki er lengur hægt að vísa eingöngu í landsfeður á hátíðarstundum. Nú er komin landsmóðir. Ég sá Steingrím Sigfússon fyrst fyrir mörgum árum á pólitískum kappræðufundi í Sigtúni. Við Ingi R. Helgason sátum saman aftast í salnum og fylgdumst með frammistöðu okkar liða. Steingrímur steig í ræðustól og hóf mál sitt, vígreifur, flóðmælskur, með hnefann á lofti og talaði af meira offorsi en ég hafði áður orðið vitni að. „Hvaða maður er þetta? Er hann galinn?" spurði ég Inga, sem hafði gaman af tilþrifunum hjá sínum manni og sagði mér deili á honum. Löngu síðar sátum við Steingrímur saman í stjórn Ríkisspítalanna í fjögur ár. Sá Steingrímur virtist óskyldur þessum í ræðustólnum. Málefnalegur, kurteis og hreinskiptinn. Einstaklega þægilegur maður. Hann er enn vígreifur í ræðustól, og finnst það greinilega gaman, en Hreyfingin hans er orðin að fjölmennum og sigursælum stjórnmálaflokki. Það er afrek. Lán eða ólánLífið er svo skemmtilega óútreiknanlegt að maður getur aldrei vitað hvort það sem hendir mann er lán eða ólán. Dæmin um þetta eru alls staðar í kringum mann. Uppsögn eða ólán getur snúist upp í að vera það besta sem fyrir mann hefur komið og mannvirðingar eða happ geta gert líf manns mun erfiðara en það hefði annars orðið. Ég er þannig ekki viss um að útkoma Sjálfstæðisflokksins í kosningunum sé vond fyrir flokkinn þegar til lengri tíma er litið. Forystan er sterk og samhent og flokkurinn mun endurnýjast við að hugsa alla hluti upp á nýtt. Frammistaða vinstri stjórnarinnar mun þó ekki aðeins ráða miklu um framtíð vinstri flokkanna, heldur líka Sjálfstæðisflokksins. Allt er í raun í umpólun á vissan hátt. Tími umburðarlyndisÓvissa um alla hluti hefur skapraunað almenningi ómælt. Það er léttir að úrslit kosninga liggja nú fyrir og það verður líka léttir þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa, hvernig sem hún verður. Allir stjórnmálaflokkar hljóta að leggja sitt af mörkum til að óvissu sé eytt á sem flestum sviðum svo að uppbygging í einhverri mynd geti hafist sem fyrst. Og einhvern veginn finnst manni pólitískir andstæðingar ekki fráhverfir því að vinna saman þegar svona mikið liggur við. Sumir virðast að vísu eiga erfitt með að rykkja sér út úr formælingahlutverkinu, en það fer að verða gamaldags. „Nú er tími umburðarlyndis," sagði Ögmundur hjá Agli, og eiginlega er kominn tími til að menn þjóni lund sinni einhvern veginn öðruvísi en með hrakyrðum um þá sem velja aðra slóð en þeir sjálfir. Mergjað orðfæri sem menn halda að upphefji þá, afhjúpar oftast minnimáttarkennd sem reynt er að breiða yfir með því að beina athygli umhverfisins að tilbúnum vanköntum annarra. Næstu mánuðir og ár skera úr um hvernig okkur tekst að vinna úr yfirstandandi hremmingum. Þó að útlitið sé svart er mörgum létt. Tilveran er einhvern veginn meira normal. Við erum miklu nær því sem skiptir máli þegar allt kemur til alls. Við erum nær jörðinni. Það var gaman að sjá stjórnmálaforingjana í lokaþættinum hjá Agli. Menn voru í góðu jafnvægi og virtist líða vel þrátt fyrir svefnleysi og álag. Enda heyrði ég ekki betur en Egill kveddi þá með orðunum: „Vor í öllum brjóstum?" Er það ekki málið?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun