Fimmta umferðin í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst í dag með sex leikjum. Meistarar Stabæk máttu sætta sig við 3-2 tap á heimavelli fyrir spútnikliði Molde.
Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Stabæk í leiknum og spilaði allar 90 mínúturnar. Molde smellti sér í efsta sæti deildarinnar með sigrinum en Rosenborg gerði á sama tíma 1-1 jafntefli við Odd Grenland á heimavelli, þar sem Árni Gautur Arason varði mark Odd Grenland.
Strömsgodset og Lyn skildu jöfn 1-1. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason spiluðu báðir allan tímann með Lyn.
Úrslitin í norsku úrvalsdeildinni í dag:
Rosenborg-Odd Grenland 1-1
Strømsgodset-Lyn 1-1
alesund-Start 1-1
Stabæk-Molde 2-3
Sandefjord-Bodø/Glimt 1-1