Viðskipti erlent

ECB tapaði 800 milljörðum á íslensku bönkunum og Lehman

Evrópski seðlabankinn (ECB) tapaði 5,7 milljörðum evra eða rúmlega 800 milljörðrum kr. á hruni íslensku bankanna í haust, á gjaldþroti Lehman Brothers og hollenska bankanum Indover NL.

Í frétt um málið í Financial Times segir að ECB bókfæri tapið í sínu bókhaldi en það stafar af lánum seðlabankanna í Þýskalandi, Hollandi og Luxemborg til fyrrgreindra banka. Evrópsku bankanir tóku svo aftur lán hjá ECB með tryggingu í fasteignatryggðum skuldabréfum.

ECB segir að fyrrgreind upphæð verði ekki afskrifuð strax en að erfitt sé að meta hve mikið muni fást upp í hana að lokum. Endanlegu tapi verður svo dreift á alla seðlabanka innan Evrópusambandsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×