Viðskipti erlent

Bréf í LBG hríðféllu í verði

HBOS sameinaðist Lloyds í gær. Það hafði lítið að segja á fyrsta degi.
HBOS sameinaðist Lloyds í gær. Það hafði lítið að segja á fyrsta degi.
Hlutabréf í Lloyds Banking Group lækkuðu gríðarlega í dag, enda aukast áhyggjur af fjármálakerfi Bretlands dag frá degi.

Breska ríkisstjórnin kynnti í gær mikinn bankabjörgunarpakka. Aðgerðirnar fólu meðal annars í sér að LBG bankinn varð til við samruna HBOS og Lloyds TSB. Þrátt fyrir þessar aðgerðir lækkuðu hlutabréf í bankanum um 48% í viðskiptum í morgun en verðið fór svo í 44,8 pens á hlut fyrir lokun markaða, sem þýðir lækkun um 31,08%. Þá lækkuðu bréf í Barclays um 17,6% og bréf í Royal Bank of Scotland lækkuðu um 11,21%.

Breska ríkið á 43% hlut í nýja Lloyds bankanum og ríkið á 70% hlut í Royal Bank of Scotland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×