Eiður tippar á Chelsea og United 9. mars 2009 17:17 Eiður Smári Guðjohnsen Nordic Photos/Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira