Ný hugsuní forystu 18. júlí 2009 06:00 Efnahagskrísan er birtingarmynd annars mun alvarlegri vanda, skorts á öflugum leiðtogum með heilbrigt gildismat og framtíðarsýn. Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja hafa of lengi einblínt á skammtímagróða að því er virðist oft á kostnað skynsemi og siðferðis. Stjórnmálamenn horfa því miður oftast til skamms tíma og einblína á næsta prófkjör eða kosningar og virðast á köflum huga meira að eigin hag og flokksins, en að hag þjóðarinnar. Embættismenn og stofnanir hafa horft í gegnum fingur sér á óæskilega og hugsanlega ólöglega hegðun aðila sem þó áttu lögum samkvæmt að sæta opinberu eftirliti og viðurlögum við brotum. Allt gerðist þetta með aðstoð sérfræðinganna, endurskoðenda og lögfræðinga sem ýmist hönnuðu eða blessuðu hvern gjörning. En nú eru nýir tímar og íslenska þjóðin kallar eftir forystu, framtíðarsýn og heilbrigðum gildum. Níu mánuðum eftir algjört hrun íslensks efnahagslífs, þá bólar ekki á þeirri forystu á vettvangi stjórnmálanna og greina má bresti í samfélagssáttmálanum sem gætu hæglega ágerst. Viðskiptalífið er verulega laskað og þeir sem enn standa eru ýmist önnum kafnir í bráðaaðgerðum eða enn við sama heygarðshornið að skara eld að eigin köku. Sérfræðingarnir hafa margir hverjir tekið sæti í skilanefndum og eru ekki líklegir til forystu í þágu samfélagsins, enda tímakaupið ekki eins gott. Íslenska þjóðin kallar eftir leiðtoga, okkar eigin Obama, sem gefur þjóðinni von og leiðir hana úr krísunni. Slíkur leiðtogi virðist ekki vera í augsýn. En svarið er heldur ekki að finna í einhverri einni manneskju sem drýgir hetjudáð, svarið er að finna hjá þjóðinni sjálfri og nýrri hugsun í forystu. Við hljótum að vera sammála um að læra af mistökum fortíðar og leita leiða til að sameinast um framtíð og gildismat sem hugnast okkur öllum, færir okkur von og gefur okkur kraft til að framkvæma á ný. Við verðum að sameina kraftinn sem nú er að finna víða í grasrótinni og skapa farveg fyrir samstillt átak þjóðarinnar, átak sem skilar heilbrigðu og áhugaverðu samfélagi til framtíðar. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum og sú nálgun og það hugarfar sem skóp vandann er ekki líklegt til að leysa hann. Við þurfum nýja nálgun. Við verðum að hætta að velta því fyrir okkur HVER hefur rétt fyrir sér og spyrja frekar HVAÐ er rétt fyrir þjóðina. Það eru hugrakkir einstaklingar eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir sem vekja von um að þrátt fyrir allt sé til fólk sem setur þjóðarhag ofar þröngu flokksræði. Þær fylgdu sinni sannfæringu í atkvæðagreiðslunni um aðildarviðræður þrátt fyrir að aðrir létu undan þrýstingi og greiddu atkvæði sér þvert um geð. Við þurfum ekki einn leiðtoga sem drýgir hetjudáð, við þurfum marga leiðtoga sem starfa af einlægni þvert á flokkadrætti og sýna umheiminum hvers lítil þjóð er megnug þegar hún stillir saman strengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Efnahagskrísan er birtingarmynd annars mun alvarlegri vanda, skorts á öflugum leiðtogum með heilbrigt gildismat og framtíðarsýn. Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja hafa of lengi einblínt á skammtímagróða að því er virðist oft á kostnað skynsemi og siðferðis. Stjórnmálamenn horfa því miður oftast til skamms tíma og einblína á næsta prófkjör eða kosningar og virðast á köflum huga meira að eigin hag og flokksins, en að hag þjóðarinnar. Embættismenn og stofnanir hafa horft í gegnum fingur sér á óæskilega og hugsanlega ólöglega hegðun aðila sem þó áttu lögum samkvæmt að sæta opinberu eftirliti og viðurlögum við brotum. Allt gerðist þetta með aðstoð sérfræðinganna, endurskoðenda og lögfræðinga sem ýmist hönnuðu eða blessuðu hvern gjörning. En nú eru nýir tímar og íslenska þjóðin kallar eftir forystu, framtíðarsýn og heilbrigðum gildum. Níu mánuðum eftir algjört hrun íslensks efnahagslífs, þá bólar ekki á þeirri forystu á vettvangi stjórnmálanna og greina má bresti í samfélagssáttmálanum sem gætu hæglega ágerst. Viðskiptalífið er verulega laskað og þeir sem enn standa eru ýmist önnum kafnir í bráðaaðgerðum eða enn við sama heygarðshornið að skara eld að eigin köku. Sérfræðingarnir hafa margir hverjir tekið sæti í skilanefndum og eru ekki líklegir til forystu í þágu samfélagsins, enda tímakaupið ekki eins gott. Íslenska þjóðin kallar eftir leiðtoga, okkar eigin Obama, sem gefur þjóðinni von og leiðir hana úr krísunni. Slíkur leiðtogi virðist ekki vera í augsýn. En svarið er heldur ekki að finna í einhverri einni manneskju sem drýgir hetjudáð, svarið er að finna hjá þjóðinni sjálfri og nýrri hugsun í forystu. Við hljótum að vera sammála um að læra af mistökum fortíðar og leita leiða til að sameinast um framtíð og gildismat sem hugnast okkur öllum, færir okkur von og gefur okkur kraft til að framkvæma á ný. Við verðum að sameina kraftinn sem nú er að finna víða í grasrótinni og skapa farveg fyrir samstillt átak þjóðarinnar, átak sem skilar heilbrigðu og áhugaverðu samfélagi til framtíðar. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum og sú nálgun og það hugarfar sem skóp vandann er ekki líklegt til að leysa hann. Við þurfum nýja nálgun. Við verðum að hætta að velta því fyrir okkur HVER hefur rétt fyrir sér og spyrja frekar HVAÐ er rétt fyrir þjóðina. Það eru hugrakkir einstaklingar eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir sem vekja von um að þrátt fyrir allt sé til fólk sem setur þjóðarhag ofar þröngu flokksræði. Þær fylgdu sinni sannfæringu í atkvæðagreiðslunni um aðildarviðræður þrátt fyrir að aðrir létu undan þrýstingi og greiddu atkvæði sér þvert um geð. Við þurfum ekki einn leiðtoga sem drýgir hetjudáð, við þurfum marga leiðtoga sem starfa af einlægni þvert á flokkadrætti og sýna umheiminum hvers lítil þjóð er megnug þegar hún stillir saman strengi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun