Staðfest hefur verið að bæði Yaya Toure og Eric Abidal hjá Barcelona séu smitaðir af svínaflensunni og þeir verða því ekki með Barcelona í leiknum gegn Athletic Bilbao í kvöld.
Tvímenningarnir hafa verið einangraðir frá leikmannahópi Barcelona og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vonast til þess að fleiri leikmenn smitist ekki þar sem félagið á framundan mikilvæga leiki.
„Við munum komast í gegnum þetta. Það var mikið af fólki að smitast af svínaflensunni í kringum okkur og því aðeins spurning hvenær einhverjir í leikmannahópnum myndu smitast. Við höfum nú samt gert allar þær ráðstafanir sem við getum til þess að fleiri leikmenn lendi ekki í þessu," er haft eftir Guardiola.