Rafael Benítez vill fá meira hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 11:11 Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/GettyImages Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, óttast að frábært gengi Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár verði tekið sem sjálfsögðum hlut. Liverpool getur í kvöld komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á fimm árum. Liverpool-liðið er í góðum málum fyrir seinni leikinn, vann fyrri leikinn 1-0 og er auk þess á heimavelli á móti Real Madrid í kvöld. Liverpool hefur komist tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Benítez eða árin 2005 og 2007. Frábært gengi liðsins í keppninni hefur skilað inn tekjum upp á 100 milljónir punda frá því að Benítez kom til Liverpool 2004. Benítez segir alla á Anfield einblína alltof mikið á að endurheimta enska meistaratitilinn eftir 19 ára bið og þótt að peningarnir úr Meistaradeildinni skipti félagið miklu þá fái hann ekki næga viðurkenningu fyrir frábært gengi Liverpool í Evrópu. „Þetta eru ekki réttu skilaboðin. Það er ekki auðvelt að vera í þessari stöðu í Evróu og allir leikmenn liðsins eiga mikið hrós skilið. Þeirra framlag skilar mörgum ánægjustundum til stuðningsmanna og miklum peningum til félagsins," segir Benítez og bætir við. „Það er vegna þessarar innkomu að við höfum getað styrkt liðið. Ég hef mínar eigin hugmyndir en ég held að fólk átti sig ekki á því hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir seinni leikinn á móti Real. Benítez vildi ekki fara nánar út í þetta á blaðamannafundinum enda vildi hann að sjálfsögðu einblína á verkefni kvöldsins sem er að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. „Það er kannski ekki rétt að vera að ræða um þetta núna en aðalmunurinn á okkar liði og liðum eins og Manchester og Chelsea eru peningar. Við verðum að reyna að minnka bilið með því að standa okkur í Meistaradeildinni," sagði Benítez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Sjá meira