Hörkutól og sætar píur Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 13. febrúar 2009 06:00 Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Einn slíkur bæklingur mætti mér í forstofunni í síðustu viku merktur Toys R us. Þetta var kynjaskiptur bæklingur þannig að á einni opnu voru strákabúningar og á þeirri næstu stelpubúningar. Strákarnir gátu valið um alls konar karlmannlega hetjubúninga fyrir öskudaginn. Þarna voru Starwarskallar með geislasverð, riddarar með alvæpni, kúrekar, sjóræningjar, löggur, ökuþórar og ofurhetjur á borð við súpermann og leðurblökumanninn að ógleymdum Ben 10 sem ég hef ekki hugmynd um hver er. Sem sagt vopnaðir töffarar upp til hópa. Úrvalið var öllu einsleitara á pastelbleikri opnunni sem sýndi stelpubúninga. Þar voru óteljandi prinsessur og álfadísir innan um nokkrar dansandi klappstýrur og brosandi Bratz-dúkkur. Ófrýnilegar nornir og önnur háskakvendi voru víðs fjarri og meira að segja Lína Langsokkur, sterkasta stelpa í heimi, virkaði eins og litli ljóti andarunginn innan um allar þessar sykursætu þokkagyðjur. Auðvitað hefði mig dauðlangað í svona prinsessukjól fyrir 20 árum síðan. Þeir fengust bara ekki þá. Mig minnir líka að það hafi þótt ferlega hallærislegt að vera í keyptum búningi og núna í miðri efnahagskreppunni hlýtur það að þykja enn hallærislegra. Blankir og atvinnulausir foreldrar sitja eflaust sveittir við saumavélarnar þessa dagana til að uppfylla óskir barna sinna um öskudagsbúninga. Útkoman verður spennandi því ólíkt úrvalinu í dótabúðunum er hugmyndaflugi barnsins engin takmörk sett og það er í góðu lagi að bregða sér í hlutverk hins kynsins. Það fannst alla vega drengnum sem ég hitti um daginn og var að leita sér að hvítri hárkollu. Hann ætlar nefnilega að vera Jóhanna Sigurðardóttir á öskudaginn. Með geislasverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Einn slíkur bæklingur mætti mér í forstofunni í síðustu viku merktur Toys R us. Þetta var kynjaskiptur bæklingur þannig að á einni opnu voru strákabúningar og á þeirri næstu stelpubúningar. Strákarnir gátu valið um alls konar karlmannlega hetjubúninga fyrir öskudaginn. Þarna voru Starwarskallar með geislasverð, riddarar með alvæpni, kúrekar, sjóræningjar, löggur, ökuþórar og ofurhetjur á borð við súpermann og leðurblökumanninn að ógleymdum Ben 10 sem ég hef ekki hugmynd um hver er. Sem sagt vopnaðir töffarar upp til hópa. Úrvalið var öllu einsleitara á pastelbleikri opnunni sem sýndi stelpubúninga. Þar voru óteljandi prinsessur og álfadísir innan um nokkrar dansandi klappstýrur og brosandi Bratz-dúkkur. Ófrýnilegar nornir og önnur háskakvendi voru víðs fjarri og meira að segja Lína Langsokkur, sterkasta stelpa í heimi, virkaði eins og litli ljóti andarunginn innan um allar þessar sykursætu þokkagyðjur. Auðvitað hefði mig dauðlangað í svona prinsessukjól fyrir 20 árum síðan. Þeir fengust bara ekki þá. Mig minnir líka að það hafi þótt ferlega hallærislegt að vera í keyptum búningi og núna í miðri efnahagskreppunni hlýtur það að þykja enn hallærislegra. Blankir og atvinnulausir foreldrar sitja eflaust sveittir við saumavélarnar þessa dagana til að uppfylla óskir barna sinna um öskudagsbúninga. Útkoman verður spennandi því ólíkt úrvalinu í dótabúðunum er hugmyndaflugi barnsins engin takmörk sett og það er í góðu lagi að bregða sér í hlutverk hins kynsins. Það fannst alla vega drengnum sem ég hitti um daginn og var að leita sér að hvítri hárkollu. Hann ætlar nefnilega að vera Jóhanna Sigurðardóttir á öskudaginn. Með geislasverð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun