Gjá milli geira? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 30. nóvember 2009 06:00 Nú þegar landsmenn standa frammi fyrir miklum skattahækkunum og niðurskurði í rekstri hins opinbera er gríðarlega mikilvægt að skattgreiðendur hafi það á tilfinningunni að allir séu að bera sinn hluta af byrðinni. Landsmenn verða að upplifa að þeir séu allir í sama liði - að allir séu að leggja sitt af mörkum eftir efni og aðstæðum. Frá hruninu sl. haust varð einkageirinn að bregðast strax við breyttum aðstæðum þar sem tekjur drógust hratt saman og allur tilkostnaður jókst. Niðurskurðarhnífurinn fór strax á loft og hafist var handa við að draga úr öllum kostnaði og var launakostnaður ekki undanskilinn. Dregið var úr yfirvinnu, ýmsar aukagreiðslur afnumdar og mörg fyrirtæki fóru auk þess í beinar launalækkanir hjá sínu starfsfólki. Hjá mörgum fyrirtækjum dugði þetta ekki til og uppsagnir starfsmanna urðu staðreynd sem hefur leitt til þess að í dag eru um 12.700 á atvinnuleysisskrá - að langstærstum hluta einstaklingar sem áður unnu í einkageiranum. Það er því ekki að undra að starfsfólki í einkageiranum finnist að starfsfólk hjá því opinbera sleppi mun betur frá niðurskurðarhnífnum enda styðja tölur þessa skoðun. Frá lok árs 2007 hafa laun opinberra starfsmanna hækkað mun meira en annarra en hækkun launavísitölu frá þeim tíma og fram á 2. ársfjórðung 2009 sýnir að launahækkun á almenna markaðinum er 6,9% á meðan hækkunin er 14,8% hjá hinu opinbera. Meira starfsöryggi og betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa í gegnum tíðina oft verið réttlætt með því að laun hjá hinu opinbera séu eitthvað lakari en hjá einkageiranum. Því komu þær tölur töluvert á óvart sem birtust í Viðskiptablaðinu fyrr í mánuðinum sem sýndu að meðallaun hjá hinu opinbera er nú um kr. 530.000 á móti kr. 455.000 hjá einkageiranum. Sú goðsögn að opinberir starfsmenn séu upp til hópa illa launaðir stenst því vart nánari skoðun. Það er ljóst að fyrirhugaðar skattahækkanir á atvinnulífið munu gera atvinnurekendum enn erfiðara fyrir að verja störf sinna starfsmanna. Mörg fyrirtæki þola ekki hærri launakostnað og því verða mörg þeirra að bregðast við umsömdum launahækkunum og hækkun atvinnutryggingargjalds með því að segja upp starfsfólki á móti. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin markað sér þá stefnu að verja opinber störf. Eiginleg rekstrarútgjöld ríkissjóðs verða 210 milljarðar á næsta ári og þar af eru laun um 60%. Það er algjör fásinna að halda að ríkisstjórnin nái raunverulegum árangri í niðurskurði ef horfa á að mestu framhjá þessum stóra kostnaðarlið. Það vilja allir verja störf og enginn vill segja upp starfsfólki - hvorki atvinnurekendur né ríkisstjórnin. Hins vegar eru opinber störf hvorki merkilegri né ómerkilegri en störf á hinum almenna vinnumarkaði. Þar hefur verið tekið rækilega til hendinni - en ríkið dregur enn lappirnar og stefnumörkun vantar. Ef nást á árangur á ríkisútgjaldahliðinni á sama tíma og störf eru varin er óumflýjanlegt að líta til beinna launalækkana hjá þeim opinberu starfsmönnum sem teljast til milli- og hátekjufólks. Þetta hefur einkageirinn gert í stórum stíl og hið opinbera getur ekki látið sitt eftir liggja. Markmið allra á að vera að verja störf og tekjur hinna lægst launuðu. Eða erum við kannski ekki öll í sama liðinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Nú þegar landsmenn standa frammi fyrir miklum skattahækkunum og niðurskurði í rekstri hins opinbera er gríðarlega mikilvægt að skattgreiðendur hafi það á tilfinningunni að allir séu að bera sinn hluta af byrðinni. Landsmenn verða að upplifa að þeir séu allir í sama liði - að allir séu að leggja sitt af mörkum eftir efni og aðstæðum. Frá hruninu sl. haust varð einkageirinn að bregðast strax við breyttum aðstæðum þar sem tekjur drógust hratt saman og allur tilkostnaður jókst. Niðurskurðarhnífurinn fór strax á loft og hafist var handa við að draga úr öllum kostnaði og var launakostnaður ekki undanskilinn. Dregið var úr yfirvinnu, ýmsar aukagreiðslur afnumdar og mörg fyrirtæki fóru auk þess í beinar launalækkanir hjá sínu starfsfólki. Hjá mörgum fyrirtækjum dugði þetta ekki til og uppsagnir starfsmanna urðu staðreynd sem hefur leitt til þess að í dag eru um 12.700 á atvinnuleysisskrá - að langstærstum hluta einstaklingar sem áður unnu í einkageiranum. Það er því ekki að undra að starfsfólki í einkageiranum finnist að starfsfólk hjá því opinbera sleppi mun betur frá niðurskurðarhnífnum enda styðja tölur þessa skoðun. Frá lok árs 2007 hafa laun opinberra starfsmanna hækkað mun meira en annarra en hækkun launavísitölu frá þeim tíma og fram á 2. ársfjórðung 2009 sýnir að launahækkun á almenna markaðinum er 6,9% á meðan hækkunin er 14,8% hjá hinu opinbera. Meira starfsöryggi og betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa í gegnum tíðina oft verið réttlætt með því að laun hjá hinu opinbera séu eitthvað lakari en hjá einkageiranum. Því komu þær tölur töluvert á óvart sem birtust í Viðskiptablaðinu fyrr í mánuðinum sem sýndu að meðallaun hjá hinu opinbera er nú um kr. 530.000 á móti kr. 455.000 hjá einkageiranum. Sú goðsögn að opinberir starfsmenn séu upp til hópa illa launaðir stenst því vart nánari skoðun. Það er ljóst að fyrirhugaðar skattahækkanir á atvinnulífið munu gera atvinnurekendum enn erfiðara fyrir að verja störf sinna starfsmanna. Mörg fyrirtæki þola ekki hærri launakostnað og því verða mörg þeirra að bregðast við umsömdum launahækkunum og hækkun atvinnutryggingargjalds með því að segja upp starfsfólki á móti. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin markað sér þá stefnu að verja opinber störf. Eiginleg rekstrarútgjöld ríkissjóðs verða 210 milljarðar á næsta ári og þar af eru laun um 60%. Það er algjör fásinna að halda að ríkisstjórnin nái raunverulegum árangri í niðurskurði ef horfa á að mestu framhjá þessum stóra kostnaðarlið. Það vilja allir verja störf og enginn vill segja upp starfsfólki - hvorki atvinnurekendur né ríkisstjórnin. Hins vegar eru opinber störf hvorki merkilegri né ómerkilegri en störf á hinum almenna vinnumarkaði. Þar hefur verið tekið rækilega til hendinni - en ríkið dregur enn lappirnar og stefnumörkun vantar. Ef nást á árangur á ríkisútgjaldahliðinni á sama tíma og störf eru varin er óumflýjanlegt að líta til beinna launalækkana hjá þeim opinberu starfsmönnum sem teljast til milli- og hátekjufólks. Þetta hefur einkageirinn gert í stórum stíl og hið opinbera getur ekki látið sitt eftir liggja. Markmið allra á að vera að verja störf og tekjur hinna lægst launuðu. Eða erum við kannski ekki öll í sama liðinu?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun