Hálfbróðirinn Gerður Kristný skrifar 21. desember 2009 06:00 Það bar til um þessar mundir að sérsveit ríkislögreglustjóra og öflugt lögreglulið var beðið um að koma hið snarasta í Bústaðahverfið. Þar hafði sést til manns með byssu. Komið var að opnum dyrum á hvítu húsi og þar sem lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af húsráðanda þar á bæ fannst henni líklegt að hann væri byssumaðurinn. Í stað þess að ryðjast inn öskrandi með vopnin á lofti eins og haft er til siðs í útlenskum sjónvarpsþáttum dró einn lögreglumannanna upp símann sinn og sló á þráðinn til heimilisföðurins. Nokkuð var liðið á morguninn en þó reyndist maðurinn heima við. Hann var óðara beðinn um að koma út með hendur á lofti, sem hann og gerði. Þegar maðurinn birtist úti á stétt reyndist hann hvítklæddur og með mikinn kross um hálsinn. Athygli vakti líka hvað maðurinn var brúnn á hörund, eins og hann væri vanari loftslagi suðlægari slóða en íslenska garranum. Þegar lögreglan fór þess á leit við manninn að hann legðist í jörðina neitaði hann og lái honum hver sem vill. Svona sagðist manninum frá í sjónvarpsfréttunum á miðvikudagskvöldið: „Ég var nú ekki alveg á því máli, þar sem maður er nú í hvítu dressi og svona, með skartið á sér sko. Þannig að þeir tóku mig eiginlega og sneru mig niður. Það er ekki eins og maður hafi mikið að segja gegn vopnuðum gaurum." Kannski hefði hann ekki hikað við að taka á móti hefði lögreglan skilið dótaríið eftir heima. Engin ástæða heldur til að halda neitt annað því maðurinn minnir óneitanlega á hálfbróður Lisbethar Salander, hann Ronald Niedermann, sem er ónæmur fyrir sársauka. En hvítklæddi og krossiprýddi maðurinn reyndist síðan bara heita Jón. Þetta er samt ekki bara einhver Jón því hann hefur viðurnefnið „stóri" í undirheimunum - og greinilega yfirheimunum líka fyrst ég bý yfir þessum upplýsingum. Jón er stytting á nafninu Jóhannes sem kemur upphaflega úr hebresku og þýðir „Guð er náðugur". Og Jón slapp svo sannarlega með skrekkinn að þessu sinni. Byssan reyndist vasaljós sem meindýraeyðir nokkur hafði verið með á vappi nálægt húsinu í leit að rottu. Ég ætla að skima vel eftir fréttum af honum Jóni stóra í framtíðinni og vera vakandi yfir því hvort yfirvöld haldi áfram að áreita alsaklausan manninn, sér í lagi hef ég í hyggju að vera á vaktinni þegar líða tekur að páskum. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Það bar til um þessar mundir að sérsveit ríkislögreglustjóra og öflugt lögreglulið var beðið um að koma hið snarasta í Bústaðahverfið. Þar hafði sést til manns með byssu. Komið var að opnum dyrum á hvítu húsi og þar sem lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af húsráðanda þar á bæ fannst henni líklegt að hann væri byssumaðurinn. Í stað þess að ryðjast inn öskrandi með vopnin á lofti eins og haft er til siðs í útlenskum sjónvarpsþáttum dró einn lögreglumannanna upp símann sinn og sló á þráðinn til heimilisföðurins. Nokkuð var liðið á morguninn en þó reyndist maðurinn heima við. Hann var óðara beðinn um að koma út með hendur á lofti, sem hann og gerði. Þegar maðurinn birtist úti á stétt reyndist hann hvítklæddur og með mikinn kross um hálsinn. Athygli vakti líka hvað maðurinn var brúnn á hörund, eins og hann væri vanari loftslagi suðlægari slóða en íslenska garranum. Þegar lögreglan fór þess á leit við manninn að hann legðist í jörðina neitaði hann og lái honum hver sem vill. Svona sagðist manninum frá í sjónvarpsfréttunum á miðvikudagskvöldið: „Ég var nú ekki alveg á því máli, þar sem maður er nú í hvítu dressi og svona, með skartið á sér sko. Þannig að þeir tóku mig eiginlega og sneru mig niður. Það er ekki eins og maður hafi mikið að segja gegn vopnuðum gaurum." Kannski hefði hann ekki hikað við að taka á móti hefði lögreglan skilið dótaríið eftir heima. Engin ástæða heldur til að halda neitt annað því maðurinn minnir óneitanlega á hálfbróður Lisbethar Salander, hann Ronald Niedermann, sem er ónæmur fyrir sársauka. En hvítklæddi og krossiprýddi maðurinn reyndist síðan bara heita Jón. Þetta er samt ekki bara einhver Jón því hann hefur viðurnefnið „stóri" í undirheimunum - og greinilega yfirheimunum líka fyrst ég bý yfir þessum upplýsingum. Jón er stytting á nafninu Jóhannes sem kemur upphaflega úr hebresku og þýðir „Guð er náðugur". Og Jón slapp svo sannarlega með skrekkinn að þessu sinni. Byssan reyndist vasaljós sem meindýraeyðir nokkur hafði verið með á vappi nálægt húsinu í leit að rottu. Ég ætla að skima vel eftir fréttum af honum Jóni stóra í framtíðinni og vera vakandi yfir því hvort yfirvöld haldi áfram að áreita alsaklausan manninn, sér í lagi hef ég í hyggju að vera á vaktinni þegar líða tekur að páskum. Gleðileg jól!
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun