Viðskipti erlent

Super Bowl finnur fyrir fjármálakreppunni

Þegar Pittsburg Steelers og Arizona Cardianls skella saman á sunnudagsnótt í hinu bandaríska Super Bowl verður það í skugga fjármálakrerppunnar. Veisluhöldum í kringum Super Bowl hefur verið aflýst og í fyrsta sinn í sögunni hefur miðaverð á leikinn lækkað milli ára.

Super Bowl er án efa stræsti einstaki íþróttaviðurburður Bandaríkjanna á hverju ári og venjulega hefur öllu verið tjaldað sem til er.

Nú eru aðrir tímar í gangi. Playboy tímaritið hefur þannig blásið af stórveislu sína sem haldin hefur verið fyrir leikinn. Að sama skapi hefur Sports Illustrated einnig aflýst sinni veislu.

Sjónvarpsstöðin NBC sem hefur einkaréttinn á beinni útsendingu á leiknum segir að verulega hafi dregið úr auglýsingatekjumnum í ár og minna hafi selst af þeim en áður. Nefnir stöðin að enn séu fjórar auglýsingablokkir óseldar og er það einsdæmi.

Yfirleitt er fullbókað í alla lausa auglýsingatíma í leiknum löngu áður en hann hefst og hafa færri komist að en vildu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×