Körfubolti

Kvennalið Grindavikur fær sér hávaxna skyttu

Michele DeVault hitti úr 38,9 prósent þriggja stiga skotum sínum á fjórum árum.
Michele DeVault hitti úr 38,9 prósent þriggja stiga skotum sínum á fjórum árum. Mynd/Heimasíða East Tennessee State

Grindavík hefur líkt og fleiri lið í Iceland Express deild kvenna í vetur ráðið sér bandaríska leikmann fyrir átök vetrarins. Grindavík var eitt af fáum liðum deildarinnar sem var ekki með kana á síðasta tímabili en nú var ákveðið að styrkja liðið.

Grindavík hefur samið við Michele DeVault sem er 23 ára og 180 sm framherji sem er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað inn í teig og eins fyrir utan. Hún var með 13,0 stig og 4,3 fráköst að meðaltali á lokaári sínu með East Tennessee State sjólanum.

DeVault er mikil skytta en hún hitti úr 43 prósent af 197 þriggja stiga skotum sínum á lokaári sínu. DeVault setti alls niður 239 þrista á fjórum árum sínum í skólanum sem er skólamet. Michele DeVault skoraði samtals 1263 stig í 118 leikjum í skólanum (10,7) sem er það níunda mesta sem leikmaður kvennaliðs skólans hefur skorað á sínum ferli.

„Ég er mjög ánægð með að fá tækifæri til að spila íþróttina sem ég elska að spila. Þetta er mikil samkeppni í deildinni og ég get ekki beðið eftir því að hitta nýju liðsfélagana mína," sagði DeVault í viðtali á heimasíðu East Tennessee State. Viðtalið við hana má sjá hér.

Jóhann Þór Ólafsson er tekinn við Grindavíkurliðinu og verður yngsti þjálfari deildarinnar. Undir hans stjórn vann liðið Ljósavíkurmótið á dögunum og hann byrjar því vel.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×