Einnig þér að kenna Jónína Michaelsdóttir skrifar 10. nóvember 2009 06:00 Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi samhenti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkonurnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og blandaði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skólabróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það. Í dag berast fréttir af stelpuhópum innan lands og utan, sem sýna grimmd og miskunnarleysi í einelti, og gefa körlum síst eftir í hugmyndaflugi. Þetta er einhvers konar hóptryllingur sem þær/þeir magna upp hver hjá öðrum, og illvirkið tengir hópinn saman. Rétt eins og einhver þeirra hefði skorað sigurmark í landsleik, nema hvað þetta er skammarlegt leyndarmál, ekki stórfrétt. Stríðni eða eineltiSamtökin Heimili og skóli ýttu úr vör átaki gegn einelti skólaárið 2009-2010 í október, og í byrjun nóvember samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að ákveðinn dagur ár hvert yrði helgaður baráttu gegn einelti í borginni. Ætla má að það verði ekki einfalt að draga úr slíku ofan frá, þó að opinber skilgreining á þeirri skelfingu sem einelti getur haft í för með sér rati vonandi til þeirra sem bera í sér hneigð til að niðurlægja aðra. Oftast til þess eins til að sýna vald sitt. Þá má finna hvar sem er. Á leikvöllum, heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Í öllum félagskerfum. Hitt er líka til, að stríðni og glens sem er græskulaust af hálfu gerandans hitti illa fyrir einn úr hópnum. Komi það ekki upp á yfirborðið, getur hann hvorki beðist afsökunar né útskýrt að ekki hafi verið ásetningur hans að særa neinn. Á doktor.is, má lesa skilgreiningu á einelti. Þar stendur meðal annars: Einelti er það kallað þegar hópur einstaklinga reynir að útiloka einn eða hugsanlega fleiri út úr hópnum með öllum mögulegum hætti. Þetta getur verið með stöðugri stríðni, gera fórnarlambið að aðhlátursefni, sýna því vanþóknun, hæðast að því, bera út slúður um fórnarlambið, einangra það og útskúfa og jafnvel getur verið um líkamlega valdbeitingu að ræða. Aðeins lítill hluti hópsins er yfirleitt virkur, en nýtur stuðnings hins hlutans í gegnum aðgerðarleysi hans, en flestir þeirra líta svo á að hættulegt sé að taka upp hanskann fyrir fórnarlambið. Það gæti leitt til þess að þeir sjálfir verði lagðir í einelti. Ábyrgð leiðtogaLeiðtogar eru með ýmsu móti. Sumir eru í forystu í stjórnmálum, félagsamtökum eða viðskiptalífi, aðrir hverfa inn í fjöldann, en eru þeir sem allir í umhverfinu treysta og líta til. Slíkir leiðtogar bera mikla ábyrgð. Þeir þurfa ekki annað en spjalla við þann sem einelti beinist gegn á göngum skólans eða vinnustaðarins, ganga til hans á skólalóðinni, hlusta á hann af athygli og sýna honum áhuga, til að eineltið hverfi. Þetta skildi þrettán ára stelpa þegar strákur utan af landi settist í bekkinn hennar og var greinilega utan hópsins. Hún tók saman dótið sitt, gekk til stráksins og spurði brosandi hvort hún mætti ekki sitja hjá honum. Meira þurfti ekki til. Hræðslan við að lenda í ónáðinni með fórnarlambinu er ótrúlega rík. Menn færa sig líka fjær þeim sem af einhverjum ástæðum er í opinberum hremmingum. Líta í hina áttina. Jafnvel eftir margra ára vináttu. En það verður enginn stikkfrí af því. Tómas orðaði það betur en nokkur annar: Því meðan til er böl sem bætt þú gast/ og barist var á meðan hjá þú sast/ er ólán heimsins einnig þér að kenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi samhenti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkonurnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og blandaði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skólabróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það. Í dag berast fréttir af stelpuhópum innan lands og utan, sem sýna grimmd og miskunnarleysi í einelti, og gefa körlum síst eftir í hugmyndaflugi. Þetta er einhvers konar hóptryllingur sem þær/þeir magna upp hver hjá öðrum, og illvirkið tengir hópinn saman. Rétt eins og einhver þeirra hefði skorað sigurmark í landsleik, nema hvað þetta er skammarlegt leyndarmál, ekki stórfrétt. Stríðni eða eineltiSamtökin Heimili og skóli ýttu úr vör átaki gegn einelti skólaárið 2009-2010 í október, og í byrjun nóvember samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að ákveðinn dagur ár hvert yrði helgaður baráttu gegn einelti í borginni. Ætla má að það verði ekki einfalt að draga úr slíku ofan frá, þó að opinber skilgreining á þeirri skelfingu sem einelti getur haft í för með sér rati vonandi til þeirra sem bera í sér hneigð til að niðurlægja aðra. Oftast til þess eins til að sýna vald sitt. Þá má finna hvar sem er. Á leikvöllum, heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Í öllum félagskerfum. Hitt er líka til, að stríðni og glens sem er græskulaust af hálfu gerandans hitti illa fyrir einn úr hópnum. Komi það ekki upp á yfirborðið, getur hann hvorki beðist afsökunar né útskýrt að ekki hafi verið ásetningur hans að særa neinn. Á doktor.is, má lesa skilgreiningu á einelti. Þar stendur meðal annars: Einelti er það kallað þegar hópur einstaklinga reynir að útiloka einn eða hugsanlega fleiri út úr hópnum með öllum mögulegum hætti. Þetta getur verið með stöðugri stríðni, gera fórnarlambið að aðhlátursefni, sýna því vanþóknun, hæðast að því, bera út slúður um fórnarlambið, einangra það og útskúfa og jafnvel getur verið um líkamlega valdbeitingu að ræða. Aðeins lítill hluti hópsins er yfirleitt virkur, en nýtur stuðnings hins hlutans í gegnum aðgerðarleysi hans, en flestir þeirra líta svo á að hættulegt sé að taka upp hanskann fyrir fórnarlambið. Það gæti leitt til þess að þeir sjálfir verði lagðir í einelti. Ábyrgð leiðtogaLeiðtogar eru með ýmsu móti. Sumir eru í forystu í stjórnmálum, félagsamtökum eða viðskiptalífi, aðrir hverfa inn í fjöldann, en eru þeir sem allir í umhverfinu treysta og líta til. Slíkir leiðtogar bera mikla ábyrgð. Þeir þurfa ekki annað en spjalla við þann sem einelti beinist gegn á göngum skólans eða vinnustaðarins, ganga til hans á skólalóðinni, hlusta á hann af athygli og sýna honum áhuga, til að eineltið hverfi. Þetta skildi þrettán ára stelpa þegar strákur utan af landi settist í bekkinn hennar og var greinilega utan hópsins. Hún tók saman dótið sitt, gekk til stráksins og spurði brosandi hvort hún mætti ekki sitja hjá honum. Meira þurfti ekki til. Hræðslan við að lenda í ónáðinni með fórnarlambinu er ótrúlega rík. Menn færa sig líka fjær þeim sem af einhverjum ástæðum er í opinberum hremmingum. Líta í hina áttina. Jafnvel eftir margra ára vináttu. En það verður enginn stikkfrí af því. Tómas orðaði það betur en nokkur annar: Því meðan til er böl sem bætt þú gast/ og barist var á meðan hjá þú sast/ er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun