Stofnandi Keops vill kaupa eignir af Landic Property 3. mars 2009 08:49 Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr.. Eignir þær sem hér um ræðir eru, að sögn Berlinske Tidende, þrjú stór eignasöfn í Svíþjóð sem ganga undir nöfnunum VI, VII og VIII. Vagner keypti þessi eignasöfn á sínum tíma er hann átti sjálfur Keops með því að gefa út skuldabréf í þeim með veði í eignunum sjálfum. Síðan Landic keypti Keops hafa þessar eignir rýrnað töluvert í verði og hafa bankar því í tveimur tilfellum stöðvað vaxtagreiðslur af skuldabréfunum af Þeim sökum. Vagner segir í samtali við Berlinske að íslenskir eigendur Landic eigi í erfiðleiklum með að fá nýtt fjármagn til rekstursins og það verði betra fyrir hann sem Dana að semja við bankana. "Við höfum betri möguleika á að semja við bankana og fá lán en Landic hefur," segir Vagner. "Það er ekki mjög kynþokkafullt í augnablikinu að vera Íslendingur." Vagner hefur áður keypt eignasafnið IX af Landic og í samkomulaginu um þau kaup var opin möguleiki á frekari kaupum af hálfu Vagner. Þetta staðfestir Michael Sheikh þróunarstjóri Landic í samtali við Berlinske. Hann segir þó að málið sé ekki komið á koppinn en þeir eigi í góðum samskiptum við Vagner. Vagner reiknar með að geta fengið fyrrgreind eignasöfn með því að yfirtaka skuldirnar sem hvíla á þeim. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr.. Eignir þær sem hér um ræðir eru, að sögn Berlinske Tidende, þrjú stór eignasöfn í Svíþjóð sem ganga undir nöfnunum VI, VII og VIII. Vagner keypti þessi eignasöfn á sínum tíma er hann átti sjálfur Keops með því að gefa út skuldabréf í þeim með veði í eignunum sjálfum. Síðan Landic keypti Keops hafa þessar eignir rýrnað töluvert í verði og hafa bankar því í tveimur tilfellum stöðvað vaxtagreiðslur af skuldabréfunum af Þeim sökum. Vagner segir í samtali við Berlinske að íslenskir eigendur Landic eigi í erfiðleiklum með að fá nýtt fjármagn til rekstursins og það verði betra fyrir hann sem Dana að semja við bankana. "Við höfum betri möguleika á að semja við bankana og fá lán en Landic hefur," segir Vagner. "Það er ekki mjög kynþokkafullt í augnablikinu að vera Íslendingur." Vagner hefur áður keypt eignasafnið IX af Landic og í samkomulaginu um þau kaup var opin möguleiki á frekari kaupum af hálfu Vagner. Þetta staðfestir Michael Sheikh þróunarstjóri Landic í samtali við Berlinske. Hann segir þó að málið sé ekki komið á koppinn en þeir eigi í góðum samskiptum við Vagner. Vagner reiknar með að geta fengið fyrrgreind eignasöfn með því að yfirtaka skuldirnar sem hvíla á þeim.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira