Frítt fyrir atvinnulausa Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum - jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn - þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni. Nú þegar atvinnulausum fjölgar rösklega þótt menn geti ekki einu sinni komið sér saman um hvað þeir eru margir í alvörunni er rétt að hugað sé að lífsgæðum þeirra. Atvinnuleysisbætur eru lágar. Fólk á rétt á margvíslegum stuðningi verkalýðsfélaga hafi það á annað borð haft vit eða skyldu til að sitja í þeim. En betur má ef duga skal: margar listastofnanir bjóða nú öllum ókeypis inn. Menningarstofnanir á borð við bókasöfn eiga nú snarlega að veita atvinnulausum ókeypis þjónustu. Þá á einnig að bjóða atvinnulausum ókeypis aðgang að Þjóðleikhúsi og öðrum ríkisstyrktum leikhúsum. Sama á að gilda um Sinfóníuna. Listamenn sem standa fyrir sjálfstæðum listviðburðum eiga að gefa aðgangseyri eftir fyrir þá sem missa vinnuna. Og verða fyrri til áður en tilmælin berast frá Katrínu Jakobsdóttur. Af hverju? Þeir atvinnuleusu hafa greitt skatta alla sína starfstíð og nú er kominn sá tími að það á að endurgreiða þeim áralangan styrki við menningarlíf í landinu. Þeir eiga það inni. Munar það miklu? Nei, það munar litlu og þótt það sé í blóra við höfundarréttargjöld þarf ekki annað en bréfsnuddu til Leikskáldafélagsins og erlendra rétthafa til að ná því fram tímabundið meðan enn hækka tölur í hópi í vinnulúinna og atvinnulausra sem vonandi varir ekki lengi. Þeir greiddu sinn aðgang að veislunni og nú er að hleypa þeim inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum - jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn - þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni. Nú þegar atvinnulausum fjölgar rösklega þótt menn geti ekki einu sinni komið sér saman um hvað þeir eru margir í alvörunni er rétt að hugað sé að lífsgæðum þeirra. Atvinnuleysisbætur eru lágar. Fólk á rétt á margvíslegum stuðningi verkalýðsfélaga hafi það á annað borð haft vit eða skyldu til að sitja í þeim. En betur má ef duga skal: margar listastofnanir bjóða nú öllum ókeypis inn. Menningarstofnanir á borð við bókasöfn eiga nú snarlega að veita atvinnulausum ókeypis þjónustu. Þá á einnig að bjóða atvinnulausum ókeypis aðgang að Þjóðleikhúsi og öðrum ríkisstyrktum leikhúsum. Sama á að gilda um Sinfóníuna. Listamenn sem standa fyrir sjálfstæðum listviðburðum eiga að gefa aðgangseyri eftir fyrir þá sem missa vinnuna. Og verða fyrri til áður en tilmælin berast frá Katrínu Jakobsdóttur. Af hverju? Þeir atvinnuleusu hafa greitt skatta alla sína starfstíð og nú er kominn sá tími að það á að endurgreiða þeim áralangan styrki við menningarlíf í landinu. Þeir eiga það inni. Munar það miklu? Nei, það munar litlu og þótt það sé í blóra við höfundarréttargjöld þarf ekki annað en bréfsnuddu til Leikskáldafélagsins og erlendra rétthafa til að ná því fram tímabundið meðan enn hækka tölur í hópi í vinnulúinna og atvinnulausra sem vonandi varir ekki lengi. Þeir greiddu sinn aðgang að veislunni og nú er að hleypa þeim inn.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun