Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 12:36 Hörður Magnússon. „Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net. Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira
„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Sjá meira