Deilt á ævilangt bann Briatore 22. september 2009 10:24 Max Mosley svarar spurningum fréttamanna eftir dóminn í svindlmálinu frá Singapúr í fyrra. Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn."Mér sýnist bannið alltof strangt, ekki síst í ljósi þess að um takmarkaðar sannanir var að ræða og hann fékk ekki færi á að verja sig. Ég yrði ekki hissa á að Briatore sækti málið gegn FIA fyrir almennum dómstólum. Það er búið að meina honum að starfa við Formúlu 1", sagði Gracia."Það er ekkert samræmi í þessu, því Nelson Piquet sleppur refsilaust. Það skapar hættulegt fordæmi. Hann er ábyrgur fyrir þessum skandal alveg eins og Briatore og Pat Symonds. Ef Piquet ræður ekki við pressuna sem fylgir því að keppa í Formúlu 1, þá á hann ekki heima í íþróttinni.Briatore segist niðurbrotinn vegna dómsins og er að skoða hvort hann lögsækir FIA vegna málsins."Refsing Briatore er sú að hann má ekki koma nálægt mótum innan FIA né heldur vera umboðsmaður ökumanna. Það er sorglegur endir á löngum ferli,, en hvað gáum við annað gert", sagði Max Mosley forseti FIA um málið.Keppt verður í Singapúr um helgina og brautarlýsing er hér. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn."Mér sýnist bannið alltof strangt, ekki síst í ljósi þess að um takmarkaðar sannanir var að ræða og hann fékk ekki færi á að verja sig. Ég yrði ekki hissa á að Briatore sækti málið gegn FIA fyrir almennum dómstólum. Það er búið að meina honum að starfa við Formúlu 1", sagði Gracia."Það er ekkert samræmi í þessu, því Nelson Piquet sleppur refsilaust. Það skapar hættulegt fordæmi. Hann er ábyrgur fyrir þessum skandal alveg eins og Briatore og Pat Symonds. Ef Piquet ræður ekki við pressuna sem fylgir því að keppa í Formúlu 1, þá á hann ekki heima í íþróttinni.Briatore segist niðurbrotinn vegna dómsins og er að skoða hvort hann lögsækir FIA vegna málsins."Refsing Briatore er sú að hann má ekki koma nálægt mótum innan FIA né heldur vera umboðsmaður ökumanna. Það er sorglegur endir á löngum ferli,, en hvað gáum við annað gert", sagði Max Mosley forseti FIA um málið.Keppt verður í Singapúr um helgina og brautarlýsing er hér.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira