Einn leikur fór fram í norska boltanum í kvöld er Íslendingaliðið Viking tók á móti Molde.
Viking vann leikinn 2-1. Aksel Berget Skolsvik kom Molde yfir á 17. mínútu en Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Viking á 50. mínútu.
Það var síðan Martin Fillo sem tryggði Viking sigur tólf mínútum fyrir leikslok.
Birkir og Indriði Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Viking í kvöld sem er í sjöunda sæti deildarinnar eftir sigurinn.