Viðskipti erlent

Bréf deCODE flutt af aðallista NASDAQ

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Hlutabréf í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, verða í dag flutt af aðallista Nasdaq-verðbréfamarkaðarins, þar sem þau standast ekki skilyrði um skráningu þar.

Þau verða flutt á Capital Market-listann, en þar eru fyrirtæki, sem ekki uppfylla skilyrðin. deCODE hefur verið á athugunarlista Nasdaq síðan í október vegna þess að þá hafði markaðsvirði félagsins verið undir tilskildu lágmarki tíu daga í röð. Fyrirtækið verður líka skráð af Capital market-listanum ef markaðsvirði þess verður ekki yfir 35 milljónum dollara í apríllok, en markaðsvirðið núna er innan við helmingur þess.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×