Jafntefli í báðum leikjum Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2009 18:21 Cristiano Ronaldo í baráttunni við Lucho, leikmann Porto, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Porto náði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá lauk leik Villarreal og Arsenal á Spáni með 1-1 jafntefli en í báðum leikjum lentu ensku liðin undir snemma leiks. Manchester United átti skelfilegan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að fara í hálfleikinn með jafna stöðu, 1-1, eftir að hafa skorað eftir skelfileg varnarmistök gestanna. Varamaðurinn Carlos Tevez kom svo United í 2-1 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en annar varamaður, Mariano, jafnaði svo metin fyrir Porto. Leik þessara liða í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2004 lauk einnig með jafntefli en þá komst Porto áfram með 2-1 sigri á heimavelli. Marcos Senna skoraði mark Arsenal með glæsilegum þrumufleyg en mark Arsenal var ekki síður fallegt. Emmanuel Adebayor var þar að verki með einkar laglegri bakfallsspyrnu. Arsenal er því í ágætri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Manchester United - Porto 2-20-1 Christian Rodrigues (4.) 1-1 Wayne Rooney (15.) 2-1 Carlos Tevez (85.)2-2 Mariano (89.) Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Wayne Rooney voru allir í banni gegn Aston Villa og Ji-Sung Park er kominn aftur í lið United. Gestirnir fengu draumabyrjun á Old Trafford. Fyrst átti Lisandro Lopez hörkuskot að marki sem var varið. Stuttu síðar barst boltinn á Christian Rodrigues eftir að Ronaldo tapaði boltanum á miðjunni. Rodrigues gerði vel og skoraði með góðu skoti. United kom sér betur inn í leikinn eftir þetta. Fyrst átti Ronaldo skalla að marki Porto sem var vel varinn. En það var Bruno Alves, varnarmaður Porto, sem færði United jöfnunarmarkið á silfurfati. Hann ætlaði að gefa boltann aftur á Helton markvörð en sá ekki Rooney sem komst auðveldlega inn í sendinguna og skoraði af öryggi. Porto hélt þó uppteknum hætti eftir þetta og létu varnarmenn United hafa fyrir hlutunum. Staðan þó enn 1-1 í hálfleik sem verður að teljast lukkulegt fyrir heimamenn. United byrjaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Helton varði nokkrum sinnum vel snemma í hálfleiknum, fyrst frá Wayne Rooney sem reyndi að vippa boltanum yfir hann og svo skalla Nemanja Vidic. Ryan Giggs, Gary Neville og Carlos Tevez komu allir inn á sem varamenn í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir þetta en þegar fimm mínútur voru til leiksloka breyttist allt. Neville tók þá innkast við hornfánann sem Rooney framlengdi áfram á Tevez með ökklanum. Sá argentínski þrumaði knettinum í netið af stuttufæri. Gleði heimamanna stóð þó stuttu yfir. Annar varamaður, nú í liði Porto, Mariano, var skilinn einn eftir vinstra megin í teignum þegar að fyrirgjöfin kom frá hægri. Hann stóð þar einn og óvaldaður og náði að koma knettinum framhjá van der Sar. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Ronaldo, Rooney, Park.Varamenn: Foster, Neville, Eckersley, Giggs, Nani, Tevez, Macheda.Byrjunarlið Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Bruno Alves, Cissokho, Lucho Gonzalez, Fernando, Raul Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez.Varamenn: Nuno, Stepanov, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias, Sektioui.Villarreal - Arsenal 1-1 1-0 Marcos Senna (10.) 1-1 Emmanuel Adebayor (66.) Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, verður að sætta sig við að sitja á bekknum í kvöld. Marcos Senna er kominn aftur í lið Villarreal eftir meiðsli. Pires kom þó inn á sem varamaður í leiknum. Arsene Wenger gerði eina breytingu á liði Arsenal frá síðasta leik. Samir Nasri kom inn á miðjuna fyrir Andrei Arshavin sem er ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og byrjuðu að ógna marki þeirra ensku strax í upphafi. Það var svo á 10. mínútu að Marcos Senna átti þrumufleyg að marki af 30 metra færi sem hafnaði í efra markhorninu. Glæsilegt mark. Á 28. mínútu þurfti Manuel Almunia, markvörður Arsenal, að fara af velli eftir að hann meiddist á ökkla eftir samstuð við Giuseppi Rossi. Lukasz Fabianski kom inn í hans stað og varði skömmu síðar vel í tvígang frá leikmönnum Porto, fyrst frá Marcos Senna og svo Joan Capdevila. Arsenal varð svo fyrir öðru áfalli skömmu síðar er William Gallas þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Johan Djourou kom inn í hans stað. Þeir ensku bættu leik sinn í upphafi síðari hálfleik og fóru að spila boltanum betur á milli sín. Það bar svo árangur á 66. mínútu er Cesc Fabregas gaf boltann inn á teig. Þar var Emmanuel Adebayor mættur, tók niður boltann og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Byrjunarlið Villarreal: Diego Lopez, Angel, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Senna, Eguren, Ibagaza, Rossi, Llorente.Varamenn: Viera, Pires, Franco, Fernandez, Nihat, Javi Venta, Fuentes.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Denilson, Song Billong, Walcott, Fabregas, Nasri, Adebayor.Varamenn: Fabianski, Vela, Silvestre, Djourou, Bendtner, Eboue, Gibbs. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Porto náði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá lauk leik Villarreal og Arsenal á Spáni með 1-1 jafntefli en í báðum leikjum lentu ensku liðin undir snemma leiks. Manchester United átti skelfilegan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að fara í hálfleikinn með jafna stöðu, 1-1, eftir að hafa skorað eftir skelfileg varnarmistök gestanna. Varamaðurinn Carlos Tevez kom svo United í 2-1 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en annar varamaður, Mariano, jafnaði svo metin fyrir Porto. Leik þessara liða í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2004 lauk einnig með jafntefli en þá komst Porto áfram með 2-1 sigri á heimavelli. Marcos Senna skoraði mark Arsenal með glæsilegum þrumufleyg en mark Arsenal var ekki síður fallegt. Emmanuel Adebayor var þar að verki með einkar laglegri bakfallsspyrnu. Arsenal er því í ágætri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Manchester United - Porto 2-20-1 Christian Rodrigues (4.) 1-1 Wayne Rooney (15.) 2-1 Carlos Tevez (85.)2-2 Mariano (89.) Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Wayne Rooney voru allir í banni gegn Aston Villa og Ji-Sung Park er kominn aftur í lið United. Gestirnir fengu draumabyrjun á Old Trafford. Fyrst átti Lisandro Lopez hörkuskot að marki sem var varið. Stuttu síðar barst boltinn á Christian Rodrigues eftir að Ronaldo tapaði boltanum á miðjunni. Rodrigues gerði vel og skoraði með góðu skoti. United kom sér betur inn í leikinn eftir þetta. Fyrst átti Ronaldo skalla að marki Porto sem var vel varinn. En það var Bruno Alves, varnarmaður Porto, sem færði United jöfnunarmarkið á silfurfati. Hann ætlaði að gefa boltann aftur á Helton markvörð en sá ekki Rooney sem komst auðveldlega inn í sendinguna og skoraði af öryggi. Porto hélt þó uppteknum hætti eftir þetta og létu varnarmenn United hafa fyrir hlutunum. Staðan þó enn 1-1 í hálfleik sem verður að teljast lukkulegt fyrir heimamenn. United byrjaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Helton varði nokkrum sinnum vel snemma í hálfleiknum, fyrst frá Wayne Rooney sem reyndi að vippa boltanum yfir hann og svo skalla Nemanja Vidic. Ryan Giggs, Gary Neville og Carlos Tevez komu allir inn á sem varamenn í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir þetta en þegar fimm mínútur voru til leiksloka breyttist allt. Neville tók þá innkast við hornfánann sem Rooney framlengdi áfram á Tevez með ökklanum. Sá argentínski þrumaði knettinum í netið af stuttufæri. Gleði heimamanna stóð þó stuttu yfir. Annar varamaður, nú í liði Porto, Mariano, var skilinn einn eftir vinstra megin í teignum þegar að fyrirgjöfin kom frá hægri. Hann stóð þar einn og óvaldaður og náði að koma knettinum framhjá van der Sar. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Ronaldo, Rooney, Park.Varamenn: Foster, Neville, Eckersley, Giggs, Nani, Tevez, Macheda.Byrjunarlið Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Bruno Alves, Cissokho, Lucho Gonzalez, Fernando, Raul Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez.Varamenn: Nuno, Stepanov, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias, Sektioui.Villarreal - Arsenal 1-1 1-0 Marcos Senna (10.) 1-1 Emmanuel Adebayor (66.) Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, verður að sætta sig við að sitja á bekknum í kvöld. Marcos Senna er kominn aftur í lið Villarreal eftir meiðsli. Pires kom þó inn á sem varamaður í leiknum. Arsene Wenger gerði eina breytingu á liði Arsenal frá síðasta leik. Samir Nasri kom inn á miðjuna fyrir Andrei Arshavin sem er ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og byrjuðu að ógna marki þeirra ensku strax í upphafi. Það var svo á 10. mínútu að Marcos Senna átti þrumufleyg að marki af 30 metra færi sem hafnaði í efra markhorninu. Glæsilegt mark. Á 28. mínútu þurfti Manuel Almunia, markvörður Arsenal, að fara af velli eftir að hann meiddist á ökkla eftir samstuð við Giuseppi Rossi. Lukasz Fabianski kom inn í hans stað og varði skömmu síðar vel í tvígang frá leikmönnum Porto, fyrst frá Marcos Senna og svo Joan Capdevila. Arsenal varð svo fyrir öðru áfalli skömmu síðar er William Gallas þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Johan Djourou kom inn í hans stað. Þeir ensku bættu leik sinn í upphafi síðari hálfleik og fóru að spila boltanum betur á milli sín. Það bar svo árangur á 66. mínútu er Cesc Fabregas gaf boltann inn á teig. Þar var Emmanuel Adebayor mættur, tók niður boltann og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Byrjunarlið Villarreal: Diego Lopez, Angel, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Senna, Eguren, Ibagaza, Rossi, Llorente.Varamenn: Viera, Pires, Franco, Fernandez, Nihat, Javi Venta, Fuentes.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Denilson, Song Billong, Walcott, Fabregas, Nasri, Adebayor.Varamenn: Fabianski, Vela, Silvestre, Djourou, Bendtner, Eboue, Gibbs.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira