Lewis Hamilton dæmdur úr leik 2. apríl 2009 09:11 Lewis Hamilton var dæmdur fyrir að veita dómurum í Ástralíu villandi upplýsingar eftir atvik í Melbourne um síðustu helgi. Mynd: AFP Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne. Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu. Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina. Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið. Sjá nánar um málið
Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira