Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem varamaður er Helsingborg tapaði fyrir Trelleborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Ólafur Ingi hefur átt við meiðsli að stríða en er allur að koma til.
Helsingborg komst reyndar í 2-0 í leiknum og þannig var staðan í hálfleik. Trelleborg skoraði hins vegar þrívegis á fyrsta stundarfjórðungnum í síðari hálfleik og innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu.
Ólafur Ingi lék rúmar 20 mínútur í leiknum.
Helsingborg er í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig en Trelleborg í því níunda með 36 stig.
Ólafur Ingi spilaði er Helsingborg tapaði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
