Viðskipti erlent

Eignir Baugs nema um þriðjungi af skuldum félagsins

Blaðið Telegraph hefur eftir heimildarmönnum sínum að eignir Baugs í Bretlandi nemi í besta falli um þriðjungi af skuldum félagsins. Eignirnar eru metnar á um 400 milljónir punda en skuldir Baugs við íslensku bankanna nemi um 1,3 milljarði punda eða um 200 milljörðum kr..

Fram hefur komið í breskum fjölmiðlum að Iceland verslunarkeðjan sé gullmolinn í eignasafni Baugs en meiri vafi leiki á verðmæti annarra verslana/félaga í eigu Baugs.

Nick Bubb greinandi hjá Pali International segir í samtali við Telegraph að nægilegur áhugi ætti að vera til staðar á að kaupa flestar af verslanakeðjum Baugs, hugsanlega af hálfu eignarhaldsfélaga.

En það eru ekki jafngóð kaup í öllum eignunum. Þannig segir Bubb að Mosaic Fashion sé eitt af "vandaræðabörnunum" í eignasafninu. Hann segir að líklegt sé að Mosaic verði skipt upp og það síðan selt í bútum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×