Spænska stórliðið Real Madrid ákvað að velja miðjumanninn Lassana Diarra í Meistaradeildarhóp sinn.
Það þurfti að velja á milli Diarra og sóknarmannsins Klaas Jan Huntelaar sem báðir voru keyptir til félagsins í janúarglugganum.
Real Madrid mætir Liverpool í Meistaradeildinni en fyrri leikurinn verður þann 25. febrúar. Diarra hefur verið í lykilhlutverki hjá Real síðan hann var keyptur frá Portsmouth en Huntelaar hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Ajax.
Laurien Faubert er einnig orðinn löglegur með Real Madrid í Meistaradeildinni og Adan Szalai sem kemur úr varaliði spænska liðsins.