Sigmundur Kristjánsson hefur gengið frá samningi við danska 2. deildarliðið Brabrand. Sigmundur var fyrirliði Þróttar í Landsbankadeildinni í fyrra en hann er mikill missir fyrir liðið.
Auk þess að spila með Brabrand hyggst Sigmundur stunda nám í Danmörku. Hann gekk til liðs við Þrótt frá KR fyrir síðustu leiktíð en hann er þó uppalinn Þróttari.