Luca Toni, leikmaður Bayern München, segist ætla vera áfram hjá félaginu og hjálpa því að vinna Meistaradeild Evrópu.
Toni hefur verið orðaður við félög á Ítalíu að undanförnu og hann sagður eiga meiri möguleika á að vinna sér sæti í ítalska landsliðinu fyrir HM 2010 með því að spila í heimalandi sínu.
"Það koma reglulega fyrirspurnir frá ítölskum félögum en ég ætla mér ekki að skipta um félag. Ég hef fundið mig vel í München og líður vel hjá félaginu."
"Liðið á góðan möguleika á að vinna bæði deildina og Meistaradeildina og ég tel að við getum gert það enda með sterkt lið."

