Fótbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason var í eldlínunni í kvöld.
Stefán Gíslason var í eldlínunni í kvöld. Mynd/Vilhelm

Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingaliðin Esbjerg og Bröndby unnu sína leiki.

Esbjerg vann góðan 3-1 sigur á Danmerkurmeisturum Álaborgar. Kári Árnason kom inn á sem varamaður á 71. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Þá vann Bröndby 2-1 sigur á Nordsjælland á útivelli. Stefán Gíslason kom inn á sem varamaður í hálfleik en hann missti af síðasta leik vegna leikbanns.

Bröndby og FCK eru sem fyrr efst og jöfn í deildinni, nú hvort með 58 stig. FCK er með betra markahlutfall. Esbjerg er í níunda sæti deildarinar með 25 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×