Meistarar Wolfsburg eru einir á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Köln á útivelli í dag.
Schalke og Stuttgart geta komið sér við hlið Wolfsburg á toppnum á morgun með sigrum í sínum leikjum.
Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Bayern München en liðið hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum. Í dag gegn Werder Bremen á heimavelli, 1-1. Mario Gomez skoraði mark Bayern.
Úrslit dagins í Þýskalandi:
Köln - Wolfsburg 1-3
Frankfurt - Nürnberg 1-1
Leverkusen - Hoffenheim 1-0
Hannover - Mainz 1-1
Stuttgart - Freiburg 4-2
Bayern - Bremen 1-1
Hamburg - Dortmund 4-1