Arsenal áfram eftir vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2009 22:09 Leikmenn Arsenal fagna hér Almunia. Nordic Photos/Getty Images Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira