Viðskipti erlent

Honda lokar verksmiðjum á Bretlandi

Japanski bílaframleilðandinn Honda ætlar að loka verksmiðjum sínum á Bretlandi næstu fjóra mánuði vegna samdráttar í sölu. Verksmiðjunum í Swindon og Wiltshire verður lokað en áætlað er að opna þær aftur þann 1.júní. Starfsmenn verksmiðjanna sem eru 4200 fá full laun í tvo mánuði en einungist 60% launa sinna seinni tvo mánuðina.

„Það eru flestir mjög leiðir yfir því að þurfa að leggja niður vinnu næstu fjóra mánuði, margir óttast einnig að lokunin gæti varað lengur," segir Paul Wiseman starfsmaður Honda á Bretlandi.

„Fyrirtækið er að reyna sitt besta, en það er alltaf möguleiki á að við gætum misst vinnuna. Honda hefur samt sagt starfsfólki sínu hér að framtíðin sé í Swindon."

Dave Hodgetts yfirmaður hjá Honda segir að hluti starfsfólksins fari í að þróa nýja Honda Jazz bifreið sem stefnt er að fari í framleiðslu þegar verksmiðjurnar opna aftur í júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×