Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB FC Malmö eru komnar með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir glæsilegan 4-0 útisigur á Umeå IK í sænsku kvennadeildinni í dag.
Þóra hélt markinu hreinu í sjöunda sinn á tímabili en Malmö er aðeins búið að fá á sig sjö mörk í ellefu fyrstu deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Malmö-liðið er með sjö stiga forskot á Kopparbergs/ Göteborg sem mætir Örebro, liði Eddu Garðarsdóttir og Ólínu Viðarsdóttur, og getur því minnkað forskot Malmö aftur í fjögur stig.
Þóra hélt hreinu í sjöunda sinn og Malmö með sjö stiga forskot
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
