Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 6,25 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta gengislækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Færeyjabanka, sem lækkaði um 2,48 prósent, og Marels, sem lækkaði um 1,27 prósent.
Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, var það eina sem hækkaði í dag, eða um 0,7 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,14 prósent og stóð hún í 892 stigum við lok dags.