Það gengur ekki sem skildi hjá meistaraefnunum í FH um þessar mundir en liðið tapaði sínum öðrum leik í vetur í kvöld er Fram kom í heimsókn í Krikann. Lokatölur 38-34 fyrir Fram.
Það munaði nokkuð um að Logi Geirsson gat ekki spilað með FH í kvöld en hann er enn að jafna sig í öxlinni eftir að hafa fengið högg á hana í landsleiknum gegn Lettum.
Í hinum leik kvöldsins vann HK góðan útisigur á Aftureldingu og er því enn í öðru sæti deildarinnar.