Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að fyrsta mark Lionel Messi gegn Arsenal hafi breytt leiknum. Messi skoraði öll fjögur mörk spænska liðsins í ótrúlegum 4-1 sigri.
„Það var hætta í stöðunni 1-0 en þá skoraði Messi fyrsta mark okkar og við fórum að spila betur. Hann var mjög góður í þessum leik," sagði Guardiola.
„Það voru fleiri að spila vel. Allir aðrir léku einnig vel í þessum tveimur leikjum. Við erum hæstánægðir með að komast í undanúrslit en okkur tókst að slá út eitt besta lið Evrópu með því að vinna Arsenal."