Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. mars 2010 21:00 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyringa. Fréttablaðið Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira