Frakkinn Franck Ribery verður þrettándi leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem missir af úrslitaleik keppninnar vegna leikbanns en aganefnd UEFA dæmdi hann fyrr í dag í þriggja leikja bann fyrir brot sitt á Lyon-manninum Lisandro Lopez í fyrri undanúrslitaleik liðanna.
Bayern München tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri í Lyon í gærkvöldi en þá tók Franck Ribery út fyrsta leikinn í banni sínu. Hann fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu í fyrri hálfleik í leiknum í München sem Bayern vann 1-0.
Þrír leikmenn misstu af úrslitaleiknum í fyrra en það var þá í fyrsta sinn í sex ár sem leikmaður lenti í þeirri leiðinlegu aðstöðu að missa af því að spila sjálfan úrslitaleikinn í Meistaradeildinni vegna leikbanns.
Leikmenn í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar:
2010
Franck Ribery (Bayern München)
2009
Dani Alves og Eric Abidal (Barcelona) og Darren Fletcher (Manchester United)
2003
Pavel Nedved (Juventus)
2002
Zé Roberto (Bayer Leverkusen)
2000
Amedeo Carboni (Valencia)
1999
Roy Keane og Paul Scholes (Manchester United)
1996
Michael Reiziger (Ajax), Mateo Carrera (Juventus)
1994
Franco Baresi og Alessandro Costacurta (AC Milan)
Ribery sá þrettándi sem verður í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl
Enski boltinn


Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn
