Auglýsa eftir stuðningi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Freyr Brynjarsson verður í lykilhlutverki hjá Haukum í dag er þeir mæta Grosswallstadt í EHF-bikarnum. Fréttablaðið/Vilhelm Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur. Olís-deild karla Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag. Íslandsmeistararnir eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram eftir að hafa tapað fyrri leiknum ytra með aðeins tveggja marka mun. „Þetta verkefni leggst vel í okkur. Það er alltaf gaman að mæta svona sterkum liðum. Við mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu á síðustu árum og það er alltaf jafn gaman. Þessir Evrópuleikir eru eins og landsleikir fyrir marga okkar," sagði hinn harðskeytti hornamaður Haukanna, Freyr Brynjarsson. Hann segir Haukana hafa hitt á mjög góðan leik ytra. „Það var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var virkilega góð hjá okkur í þeim leik. Þeir voru eflaust að vanmeta okkur eitthvað á sama tíma og við duttum á góðan leik. Grosswallstadt datt samt úr bikarnum um daginn, tapaði fyrir liði í 2. deild, og þeir eiga því til að brotna. Ef við náum vörn og markvörslu aftur þá er allt hægt. Sérstaklega ef við fáum fullt hús og góðan stuðning. Við hvetjum fólk til þess að mæta," sagði Freyr ákveðinn en frítt er á leikinn. „Þátttaka í Evrópukeppnum hefur oft hjálpað okkur í deildinni heima. Við steinlágum einu sinni fyrir Val og lögðum síðan hið gríðarsterka lið Fotex Veszprém í kjölfarið. Leikurinn úti sýndi okkur hvað við getum. Við munum selja okkur dýrt í þessum leik og ef allt smellur hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist." Það er ekki ókeypis að taka þátt í Evrópukeppni og Haukarnir eru þegar komnir í mínus vegna þátttökunnar í ár. Þeir eru samt duglegir að afla fjár og verða meðal annars með sjávarréttakvöld eftir leikinn þar sem leikmenn beggja liða mæta. „Það eru enn lausir miðar á sjávarréttakvöldið og þeir verða seldir á leiknum. Við höfum einnig farið hefðbundnari leiðir til að afla fjár og meðal annars selt klósettpappír og þorskhnakka. Við munum svo gera eitthvað fleira eftir áramót. Bóna bíla og svo var líka hugmynd að gefa út dagatal. Við gerum eitthvað sniðugt," sagði Freyr Brynjarsson léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira