Matvælaóöryggi Pawel Bartozsek skrifar 2. júlí 2010 06:00 Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Ástæðan er sem sagt ekki sú að matvælverð í öðrum löndum Evrópu hafi hækkað, meira en á Íslandi, eða að verðið hér á landi hafi lækkað. Ástæðan er einfaldlega sú að krónan hrundi. Áhrifin á þremur árum eru þau sömu og ef laun allra hefðu verið skorin niður um helming. Mælistikan hefur því breyst. Umræðan um innflutning á matvörum til Íslands hefur í gegnum tíðina um of fókuserað á verðið en of lítið á fjölbreytni og valfrelsi neytenda. Í raun ætti það ekki að vera sérlega eftirsóknarvert að búa í landi með lágu matvælaverði. Grunnástæða hás matvælaverðs er oftast ríkidæmi viðkomandi svæðis. Hlutir eru dýrir þar sem ríkt fólk býr. Matur í New York er dýrari en í Bangladess. Samt vill fólk nú frekar búa í New York. Við getum því almennt átt von á því að matvælaverðið á Íslandi verði almennt hátt til lengdar. En auðvitað eigum við að geta valið sjálf hvort skinkan sem við kaupum sé dönsk, íslensk eða nýsjálensk. Vilji menn styrkja landbúnað á að gera það með beinum fjárframlögum en ekki með því að skerða val neytenda. Mun matarverðið lækka við það að Ísland gengur í Evrópusambandið eða afnemur tolla á mat eftir öðrum leiðum? Jú, líklega mun það lækka svo um munar, í það minnsta í þeim vöruflokkum þar sem höftin og tollarnir eru mestir. Ellegar væru sérhagsmunahópar á borð við Bændasamtök Íslands ekki á móti því að leyfa tollfrjálsan innflutning matvæla. Þau eru á móti, vegna þess að þau telja að félagsmenn þeirra stæðust ekki erlenda verðsamkeppni. Þótt svo þau noti stundum flóknari og fallegri rök fyrir afstöðu sinni. Stundum er mikilvægt að átta sig á því hvað orð þýða. Hið fræðilega hljómandi orð „matvælaöryggi" þýðir í raun bara „tollar og innflutningshöft". Þeir sem segjast vilja standa vörð um matvælaöryggi Íslands meina einfaldlega að þeir vilji standa vörð um tollana og innflutningshöftin. Enda hefur enginn lagst í neina alvöruvinnu við það að skoða matvælaöryggið út frá neinu öðru en atvinnuöryggi matvælaframleiðenda. Íslendingar er þannig algjörlega háðir útlöndum um hluti eins og eldsneyti, vinnuvélar, varahluti, fóður og raunar flest annað sem viðkemur matvælaframleiðslu. Án útlanda er öryggið ekkert. Svína- og kjúklingarækt byggist til dæmis nánast einungis á innfluttu fóðri. Við flytjum sem sagt til landsins erlent korn í tonnavís sem verður að stærstum hluta að svína- og hænuskít en einhverjum hluta að svína- og hænukjöti, sem við svo borðum. Hefðu menn einhvern áhuga á matvælaöryggi Íslands mætti því segja að þessar búgreinar séu svo háðar erlendum innflutningi að þær séu meiri ógn við matvælaöryggið heldur en hitt. Hér er ekki lagt til að ein eða önnur búgrein verði látin víkja í þágu einhverrar meintrar sjálfbærni. Enginn einn maður á að ákveða slíkt. Skoði menn söguna má sjá að varla er til öruggari ávísun á hungursneyð og uppskerubrest heldur en eitthvað sem heitir sjálfbær áætlunarbúskapur. Frjáls markaður er aftur á móti stórkostlegt tæki til stýra framleiðslu á matvöru og dreifa henni til fólks. Komi á daginn að það borgi sig fyrir einhvern að flytja til landsins korn til að búa til svín, þá á ekki að banna það, en vilji menn bara flytja inn svín milliliðalaust, þá á ekki að amast við því heldur. Sjálfbærni landa er verulega ofmetin hugmynd. Tilraunir til að verða öðrum óháðir um einhverja framleiðslu enda oftar en ekki í fábrotnu og hugmyndasnauðu merkjafalsi. Kannski finnst einhverjum skemmtilegt að geta valið um ferns konar íslenskt pepperóní og tvenns konar íslenska feta osta, en væri ekki ráð að íslenskir neytendur fengju loks að bragða á ítölskum og grískum frumgerðum þessara vörutegunda? Á meðan gætu íslenskir framleiðendur einbeitt sér í auknum mæli að því að þróa vörur sem Ítalir og Grikkir kunna ekki að búa til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Ástæðan er sem sagt ekki sú að matvælverð í öðrum löndum Evrópu hafi hækkað, meira en á Íslandi, eða að verðið hér á landi hafi lækkað. Ástæðan er einfaldlega sú að krónan hrundi. Áhrifin á þremur árum eru þau sömu og ef laun allra hefðu verið skorin niður um helming. Mælistikan hefur því breyst. Umræðan um innflutning á matvörum til Íslands hefur í gegnum tíðina um of fókuserað á verðið en of lítið á fjölbreytni og valfrelsi neytenda. Í raun ætti það ekki að vera sérlega eftirsóknarvert að búa í landi með lágu matvælaverði. Grunnástæða hás matvælaverðs er oftast ríkidæmi viðkomandi svæðis. Hlutir eru dýrir þar sem ríkt fólk býr. Matur í New York er dýrari en í Bangladess. Samt vill fólk nú frekar búa í New York. Við getum því almennt átt von á því að matvælaverðið á Íslandi verði almennt hátt til lengdar. En auðvitað eigum við að geta valið sjálf hvort skinkan sem við kaupum sé dönsk, íslensk eða nýsjálensk. Vilji menn styrkja landbúnað á að gera það með beinum fjárframlögum en ekki með því að skerða val neytenda. Mun matarverðið lækka við það að Ísland gengur í Evrópusambandið eða afnemur tolla á mat eftir öðrum leiðum? Jú, líklega mun það lækka svo um munar, í það minnsta í þeim vöruflokkum þar sem höftin og tollarnir eru mestir. Ellegar væru sérhagsmunahópar á borð við Bændasamtök Íslands ekki á móti því að leyfa tollfrjálsan innflutning matvæla. Þau eru á móti, vegna þess að þau telja að félagsmenn þeirra stæðust ekki erlenda verðsamkeppni. Þótt svo þau noti stundum flóknari og fallegri rök fyrir afstöðu sinni. Stundum er mikilvægt að átta sig á því hvað orð þýða. Hið fræðilega hljómandi orð „matvælaöryggi" þýðir í raun bara „tollar og innflutningshöft". Þeir sem segjast vilja standa vörð um matvælaöryggi Íslands meina einfaldlega að þeir vilji standa vörð um tollana og innflutningshöftin. Enda hefur enginn lagst í neina alvöruvinnu við það að skoða matvælaöryggið út frá neinu öðru en atvinnuöryggi matvælaframleiðenda. Íslendingar er þannig algjörlega háðir útlöndum um hluti eins og eldsneyti, vinnuvélar, varahluti, fóður og raunar flest annað sem viðkemur matvælaframleiðslu. Án útlanda er öryggið ekkert. Svína- og kjúklingarækt byggist til dæmis nánast einungis á innfluttu fóðri. Við flytjum sem sagt til landsins erlent korn í tonnavís sem verður að stærstum hluta að svína- og hænuskít en einhverjum hluta að svína- og hænukjöti, sem við svo borðum. Hefðu menn einhvern áhuga á matvælaöryggi Íslands mætti því segja að þessar búgreinar séu svo háðar erlendum innflutningi að þær séu meiri ógn við matvælaöryggið heldur en hitt. Hér er ekki lagt til að ein eða önnur búgrein verði látin víkja í þágu einhverrar meintrar sjálfbærni. Enginn einn maður á að ákveða slíkt. Skoði menn söguna má sjá að varla er til öruggari ávísun á hungursneyð og uppskerubrest heldur en eitthvað sem heitir sjálfbær áætlunarbúskapur. Frjáls markaður er aftur á móti stórkostlegt tæki til stýra framleiðslu á matvöru og dreifa henni til fólks. Komi á daginn að það borgi sig fyrir einhvern að flytja til landsins korn til að búa til svín, þá á ekki að banna það, en vilji menn bara flytja inn svín milliliðalaust, þá á ekki að amast við því heldur. Sjálfbærni landa er verulega ofmetin hugmynd. Tilraunir til að verða öðrum óháðir um einhverja framleiðslu enda oftar en ekki í fábrotnu og hugmyndasnauðu merkjafalsi. Kannski finnst einhverjum skemmtilegt að geta valið um ferns konar íslenskt pepperóní og tvenns konar íslenska feta osta, en væri ekki ráð að íslenskir neytendur fengju loks að bragða á ítölskum og grískum frumgerðum þessara vörutegunda? Á meðan gætu íslenskir framleiðendur einbeitt sér í auknum mæli að því að þróa vörur sem Ítalir og Grikkir kunna ekki að búa til.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun