Forstjóri Ferrari: Nóg komið af hræsni í umræðu um liðsskipanir 27. júlí 2010 08:13 Luca Montezemolo , forstjóri Ferrari og Stefando Domenicali sem er framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Ferrrari. Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira