Byrjum með hreint borð Þorvaldur Gylfason skrifar 14. október 2010 06:00 Stjórnarskráin frá 17. júní 1944 er í meginatriðum samhljóða dönsku stjórnarskránni. Stjórnarskránni verður því ekki með góðu móti kennt um hrunið, ekki hrundi Danmörk. Reynslan virðist þó sýna, að Íslendingar geti þurft strangari stjórnarskrá en Danir. Eftir á að hyggja hefði stjórnarskráin þurft að girða fyrir langan aðdraganda hrunsins. Því þarf nú að skerpa ákvæði stjórnarskrárinnar um vald forseta Íslands, úr því að valdheimildir hans samkvæmt stjórnarskránni eins og hún er dugðu ekki til. Valdmörk og mótvægiValdi forsetans er ætlað að treysta valdmörk og mótvægi framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds í samræmi við hugmyndina um þrískiptingu valds innan ramma þingræðisins. Málskotsréttur forsetans er að vísu skýr, en hann þarf að rýmka, svo að forsetinn geti vísað til þjóðaratkvæðis ekki aðeins frumvörpum, sem þingið samþykkir, svo sem nú er hægt, heldur einnig frumvörpum, sem þingið hafnar. Það væri nýjung. Forsetinn gæti þá vísað lagafrumvörpum utanþingsstjórnar til þjóðaratkvæðagreiðslu fram hjá þinginu. Tilskilinn hluti kjósenda þarf einnig að geta vísað lagafrumvörpum til þjóðaratkvæðis. Trausti rúið Alþingi gæti þá ekki staðið í vegi fyrir framgangi mála vinsællar utanþingsstjórnar. Með því móti væri girt frekar fyrir getu Alþingis til að ganga gegn vilja fólksins í landinu.Ég tek undir með Ólafi Jóhannessyni fyrrum forsætisráðherra, að setja þurfi sérstakt ákvæði í stjórnarskrána um rétt forseta til að mynda utanþingsstjórn, takist Alþingi ekki að mynda starfhæfa stjórn. Ég tel einnig koma til greina að veita forsetanum vald til að skipa ríkisstjórn, svo að utanþingsstjórn að bandarískri og franskri fyrirmynd yrði reglan, ekki undantekningin, svo sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Vilmundur Gylfason alþingismaður lögðu til fyrir löngu. Ýmsar útfærslur á sjónarmiðum þeirra koma til álita. Ýmis önnur ný ákvæði þarf í ljósi reynslunnar að setja í nýja stjórnarskrá, þar á meðal ákvæði til að skerða veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka líkt og Ólafur Jóhannesson mælti fyrir til að koma í veg fyrir „ofbeldi einstaklinga og félagsheilda". Þá þarf ýtarlegri ákvæði um eignarrétt, þar á meðal eignarrétt yfir auðlindum, og lögvernd hans, þannig að „einstakir menn auðgist ekki óhæfilega fyrir beinar aðgerðir hins opinbera", svo að ég vitni enn í Ólaf. Kjördæmaskipaninni þarf að breyta, svo að landið verði eitt kjördæmi, þingmenn ekki fleiri en til dæmis 21 eða 35 og ráðherrar ekki fleiri en sjö eða átta og sitji ekki á þingi.ESB og stjórnarskráinAndstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu líta margir svo á, að stjórnarskráin leyfi ekki inngöngu Íslands í ESB. Ég hef hér í blaðinu fært lagaleg rök að því, að stjórnarskráin standi ekki í vegi fyrir aðild að ESB, þar eð samþykkt Alþingis myndi duga, en rétt væri þó að bera málið undir bindandi þjóðaratkvæði.Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 fól í reynd í sér umfangsmeira afsal valdheimilda en aðild að ESB myndi fela í sér nú til viðbótar, þar eð skrefið, sem þá var stigið, var stærra. Í lagalegu tilliti er aðild að ESB þó í eðli sínu ólík aðild að EES. Aðild að ESB þýðir, að stofnanir ESB fá lagasetningarvald á Íslandi og dómstóll ESB fær bindandi dómsvald, en hvorugu er til að dreifa innan EES. Hvort tveggja yrði að minni hyggju Íslandi til framdráttar líkt og öðrum aðildarlöndum. Margir lögfræðingar og allir stjórnmálaflokkar landsins líta þó svo á, að eðlismunurinn á ESB og EES kalli á stjórnarskrárbreytingu. Sú staðreynd knýr ásamt þeim atriðum, sem reifuð voru að framan, á um nýja stjórnarskrá.Hreint borðÞörfin fyrir nýja stjórnarskrá í hrundu landi helgast öðrum þræði af nauðsyn þess að byrja upp á nýtt, frá grunni, með hreint borð. Stjórnmálastéttin kallaði hrunið yfir landið ásamt meðreiðarsveinum sínum í bönkum og útrásarfyrirtækjum eins og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lýsir glöggt.Þjóðin þarf að byrja upp á nýtt með því að binda gagngerar breytingar á stjórnskipaninni í stjórnarskrá og nota tækifærið til að senda umheiminum skýr skilaboð um nýtt upphaf og nýja siði. Aðrar þjóðir hafa sett sér nýjar stjórnarskrár við mikilvæg tímamót í sögu sinni. Þjóðverjar settu sér nýja stjórnarskrá eftir heimsstyrjöldina síðari. Suður-Afríkumenn settu sér nýja stjórnarskrá við valdatöku svarta meiri hlutans eftir hrun aðskilnaðarstjórnarinnar 1994.Þessar tvær stjórnarskrár geta ásamt öðrum reynzt góðar fyrirmyndir. Mannréttindakaflar beggja skjala eru skínandi góðir. Stjórnlagaþingi er ætlað að endurskoða stjórnarskrána eða semja nýja í beinu umboði þjóðarinnar og án atbeina stjórnmálaflokkanna. Til að vinna að framgangi þeirra hugmynda, sem ég hef lýst hér að framan, hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Stjórnarskráin frá 17. júní 1944 er í meginatriðum samhljóða dönsku stjórnarskránni. Stjórnarskránni verður því ekki með góðu móti kennt um hrunið, ekki hrundi Danmörk. Reynslan virðist þó sýna, að Íslendingar geti þurft strangari stjórnarskrá en Danir. Eftir á að hyggja hefði stjórnarskráin þurft að girða fyrir langan aðdraganda hrunsins. Því þarf nú að skerpa ákvæði stjórnarskrárinnar um vald forseta Íslands, úr því að valdheimildir hans samkvæmt stjórnarskránni eins og hún er dugðu ekki til. Valdmörk og mótvægiValdi forsetans er ætlað að treysta valdmörk og mótvægi framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds í samræmi við hugmyndina um þrískiptingu valds innan ramma þingræðisins. Málskotsréttur forsetans er að vísu skýr, en hann þarf að rýmka, svo að forsetinn geti vísað til þjóðaratkvæðis ekki aðeins frumvörpum, sem þingið samþykkir, svo sem nú er hægt, heldur einnig frumvörpum, sem þingið hafnar. Það væri nýjung. Forsetinn gæti þá vísað lagafrumvörpum utanþingsstjórnar til þjóðaratkvæðagreiðslu fram hjá þinginu. Tilskilinn hluti kjósenda þarf einnig að geta vísað lagafrumvörpum til þjóðaratkvæðis. Trausti rúið Alþingi gæti þá ekki staðið í vegi fyrir framgangi mála vinsællar utanþingsstjórnar. Með því móti væri girt frekar fyrir getu Alþingis til að ganga gegn vilja fólksins í landinu.Ég tek undir með Ólafi Jóhannessyni fyrrum forsætisráðherra, að setja þurfi sérstakt ákvæði í stjórnarskrána um rétt forseta til að mynda utanþingsstjórn, takist Alþingi ekki að mynda starfhæfa stjórn. Ég tel einnig koma til greina að veita forsetanum vald til að skipa ríkisstjórn, svo að utanþingsstjórn að bandarískri og franskri fyrirmynd yrði reglan, ekki undantekningin, svo sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Vilmundur Gylfason alþingismaður lögðu til fyrir löngu. Ýmsar útfærslur á sjónarmiðum þeirra koma til álita. Ýmis önnur ný ákvæði þarf í ljósi reynslunnar að setja í nýja stjórnarskrá, þar á meðal ákvæði til að skerða veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka líkt og Ólafur Jóhannesson mælti fyrir til að koma í veg fyrir „ofbeldi einstaklinga og félagsheilda". Þá þarf ýtarlegri ákvæði um eignarrétt, þar á meðal eignarrétt yfir auðlindum, og lögvernd hans, þannig að „einstakir menn auðgist ekki óhæfilega fyrir beinar aðgerðir hins opinbera", svo að ég vitni enn í Ólaf. Kjördæmaskipaninni þarf að breyta, svo að landið verði eitt kjördæmi, þingmenn ekki fleiri en til dæmis 21 eða 35 og ráðherrar ekki fleiri en sjö eða átta og sitji ekki á þingi.ESB og stjórnarskráinAndstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu líta margir svo á, að stjórnarskráin leyfi ekki inngöngu Íslands í ESB. Ég hef hér í blaðinu fært lagaleg rök að því, að stjórnarskráin standi ekki í vegi fyrir aðild að ESB, þar eð samþykkt Alþingis myndi duga, en rétt væri þó að bera málið undir bindandi þjóðaratkvæði.Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 fól í reynd í sér umfangsmeira afsal valdheimilda en aðild að ESB myndi fela í sér nú til viðbótar, þar eð skrefið, sem þá var stigið, var stærra. Í lagalegu tilliti er aðild að ESB þó í eðli sínu ólík aðild að EES. Aðild að ESB þýðir, að stofnanir ESB fá lagasetningarvald á Íslandi og dómstóll ESB fær bindandi dómsvald, en hvorugu er til að dreifa innan EES. Hvort tveggja yrði að minni hyggju Íslandi til framdráttar líkt og öðrum aðildarlöndum. Margir lögfræðingar og allir stjórnmálaflokkar landsins líta þó svo á, að eðlismunurinn á ESB og EES kalli á stjórnarskrárbreytingu. Sú staðreynd knýr ásamt þeim atriðum, sem reifuð voru að framan, á um nýja stjórnarskrá.Hreint borðÞörfin fyrir nýja stjórnarskrá í hrundu landi helgast öðrum þræði af nauðsyn þess að byrja upp á nýtt, frá grunni, með hreint borð. Stjórnmálastéttin kallaði hrunið yfir landið ásamt meðreiðarsveinum sínum í bönkum og útrásarfyrirtækjum eins og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lýsir glöggt.Þjóðin þarf að byrja upp á nýtt með því að binda gagngerar breytingar á stjórnskipaninni í stjórnarskrá og nota tækifærið til að senda umheiminum skýr skilaboð um nýtt upphaf og nýja siði. Aðrar þjóðir hafa sett sér nýjar stjórnarskrár við mikilvæg tímamót í sögu sinni. Þjóðverjar settu sér nýja stjórnarskrá eftir heimsstyrjöldina síðari. Suður-Afríkumenn settu sér nýja stjórnarskrá við valdatöku svarta meiri hlutans eftir hrun aðskilnaðarstjórnarinnar 1994.Þessar tvær stjórnarskrár geta ásamt öðrum reynzt góðar fyrirmyndir. Mannréttindakaflar beggja skjala eru skínandi góðir. Stjórnlagaþingi er ætlað að endurskoða stjórnarskrána eða semja nýja í beinu umboði þjóðarinnar og án atbeina stjórnmálaflokkanna. Til að vinna að framgangi þeirra hugmynda, sem ég hef lýst hér að framan, hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun