Inter í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2010 16:46 Það er fast tekist á eins og sjá má. Lucio rífur hér treyju Zlatans. Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid. Inter tapaði 1-0 fyrir Barcelona í kvöld en þar sem liðið vann fyrri leikinn 3-1 þá er Inter komið í úrslit, 3-2 samanlagt. Það var Pique sem skoraði eina mark leiksins sex mínútum fyrir leikslok. Inter var manni færra í 62 mínútur en lifði það af. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og greindi frá helstu atvikum leiksins. Lýsinguna má sjá hér að neðan. Barcelona-Inter 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Gerard Pique (84.). Rautt spjald: Thiago Motta, Inter (28.) 90.+4 mín: Leik lokið og Inter komið í úrslit.90.+2 mín: Bojan skorar en búið að dæma hendi á Toure. Dramatík.90. mín: Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.88. mín: Líf í Barcelona núna. Xavi og Messi báðir með ágæt skot sem voru varin.86. mín: Eto´o fer af velli fyrir Mariga.84. mín: MARK !!! Ja hérna. Pique fær stungu, snýr sér laglega við í teignum og skorar. Loksins líf í þessum leik og spennandi lokamínútur fram undan.82. mín: DAUÐAFÆRI !!! Messi með sendingu í teiginn og Bojan einn á markteig en á ótrúlegan hátt skallaði hann fram hjá markinu. Mark þarna hefði hleypt lífi í lokamínúturnar.82. mín: Diego Milito fer af velli fyrir Ivan Cordoba.80. mín: Það hefur helst borið til tíðinda síðustu 5 mínúturnar að blaðamaður Vísis stóð upp og fékk sér kaffibolla. Tvöfaldur espresso varð fyrir valinu. Veitir ekki af til að halda sér vakandi.75. mín: Barcelona hefur 15 mínútur til þess að skora tvö mörk. Það er ekkert sem bendir til þess að liðið nái því.67. mín: Sneijder fer af velli hjá Inter. Hann hefur ekki tekið neinn þátt í leiknum frekar en aðrir sóknarmenn Inter.62. mín: Sömu leiðindin í gangi. Tíu leikmenn Inter ráða vel við Börsunga. Zlatan fer af velli fyrir Bojan Krkic og Jeffren kemur inn fyrir Busquets. Barca gæti samt líklega komist upp með að hafa aðeins einn varnarmann á vellinum. Svo lítill er sóknaráhugi Inter.54. mín: Leikurinn sem fyrr mikil skák og í raun hrútleiðinlegur. Barca er ekki að fá færi þó svo liðið sé manni fleira.46. mín: Barcelona gerir eina breytingu. Maxwell kemur inn fyrir Milito enda hefur Barca ekkert að gera með fjóra varnarmenn inn á vellinum.Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Barca stýrt ferðinni en Inter varist vel. Það verður eitthvað undan að láta í síðari hálfleik. Barca hefur ekki fengið eitt einasta almennilegt færi í hálfleiknum. Liðið þarf að skora tvö mörk í síðari hálfleik og halda hreinu til þess að komast í úrslitaleikinn.36. mín: Inter reynir að lifa af án þess að fá á sig mark fyrir hlé. Barcelona hefur verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Það segir sína sögu.28. mín: Inter missir mann af velli. Motta ýtir frá í Busquets sem fellur með miklum tilþrifum. Dómarinn fellur í gildruna og gefur Motta rauða spjaldið. Rúmur klukkutíma eftir og Inter manni færri. Nú verður þetta áhugavert.24. mín: Barca gengur aðeins betur að opna vörnina en betur má ef duga skal. Inter hefur ekki áhuga á að hafa boltann, eingöngu á að verjast.16. mín: Það var helst að draga til tíðinda að Inter komst yfir miðju. Það sem skiptir máli fyrir þá er samt að Barca hefur ekki enn skorað.10. mín: Thiago Motta hjá Inter fær fyrsta gula spjaldið í leiknum. Hann var ekki á hættusvæði og spjaldið sendi hann því ekki í bann.6. mín: Varnarleikur Inter er afar þéttur og mjög skipulagður. Barca ekki enn gengið að opna vörnina. Það verður þolinmæðisverk fyrir Evrópumeistarana.2. mín: Barca byrjar að sækja og Inter liggur aftarlega líkt og búist var við. Gríðarleg stemning á vellinum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Xavi, Ibrahimovic, Messi, Keita, Busquets, Pedro, Milito, Toure. Byrjunarlið Inter: Cesar, Zanetti, Lucio, Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira