Raul er strax farinn að vinna sig inn í hug og hjörtu aðdáenda Schalke. Hann skoraði tvö lagleg mörk í 3-1 sigri á Þýskalandsmeisturum Bayern München í æfingaleik í gær.
Brasilíumaðurinn Edu skoraði hitt mark Schalke en fyrir Bæjara var það hinn ungi Deniz Mujic sem kom sér á blað.
Þessi lið mætast eftir tæpa viku í keppni um þýska Ofurbikarinn. Fróðlegt verður að sjá hvort Raul verði í sama stuði þá en óhætt er að segja að hann lofi ansi góðu miðað við frammistöðuna í gær.