Cristiano Ronaldo meiddist á ökkla í gær þegar Real Madrid gerði markalaust jafntefli við Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni. Hann verður frá vegna þessara meiðsla næstu þrjár vikur.
Ronaldo missir því að fyrstu leikjum Portúgals í undankeppni Evrópumótsins gegn Noregi og Kýpur ásamt því að missa af fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni sem er gegn Ajax.
Hann ætti þó að vera orðinn klár í slaginn fyrir leik Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli í október.