Handbolti

Er HM í handbolta líka á leiðinni til Katar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katarmenn fögnuðu vel þegar þeir fengu HM í fótbolta.
Katarmenn fögnuðu vel þegar þeir fengu HM í fótbolta. Mynd/AFP
Katarmenn eru stórtækir þessa daganna. Þeir eru núbúnir að fá HM í fótbolta árið 2022 til landsins og nú ætla þeir líka að reyna að fá HM í handbolta árið 2015 til Katar. Katar er aðeins 1,7 milljóna þjóð en þeir eru ríkir af olíupeningum og tilbúnir að leggja mikinn pening í að byggja upp glæsileg íþróttamannvirki.

Heimsmeistarakeppnin í handbolta fer næst fram í Svíþjóð í byrjun næsta árs og síðan eftir tvö ár á Spáni. Það er ekki búið að ákveðja það hvar keppnin fer fram árið 2015 en Katar er búið að leggja fram formlega umsókn.

Það sem eykur líkurnar á því að HM í handbolta fari fram við Persaflóann eftir rúm fjögur ár eða að Egyptinn Hassan Moustafa er forseti Alþjóðahandboltasambandsins. Hann leggur mikla áherslu á útbreiðslu íþróttarinnar og að hún sé ekki bara íþrótt fyrir Evrópuþjóðir.

HM í handbolta mun fara fram í einni borg, Doha, en þar verður allt til alls, glæsileg íþróttamannvirki og nóg af gistirými fyrir alla sem koma að keppninni. Þetta gæti líka orðið frábær upphitun fyrir Katarmenn áður en þeir leggja í risaverkefnið að halda HM í fótbolta sjö árum síðar.

Það mun ráðast á fundi stjórnar Alþjóðasambandsins í Malmö í janúar hvar keppnin árið 2015 fer fram eða á meðan HM í Svíþjóð stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×