Sjælsö Gruppen selur eignir í Svíþjóð fyrir 7,5 milljarða 18. febrúar 2010 15:17 Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.Eignirnar í Svíþjóð voru keyptar af lífeyrissjóðnum Alecta en um fasteignir í útleigu er að ræða sem staðsettar eru í Helsingborg, Åkersberga og Borås. Greint er frá sölunni á börsen.dk.Flemming J. Jensen forstjóri Sjælsö segir í tilkynningu um söluna að það sé ánægjulegt að aftur er vaxandi eftirspurn hjá fjárfestum eftir vel staðsettum fasteignum sem eru í útleigu traustra aðila. Jafnframt kemur fram hjá honum að þetta er fyrsta stóra sala félagsins til fagfjárfesta í Svíþjóð.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira